„Ívar Bárðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ívar Bárðarson''' var [[Noregur|norskur]] [[prestur]] sem þekktastur er fyrir að hafa skilið eftir hina einaeinu eiginlegu samtíðalýsingu á byggðum norrænna manna á [[Grænland]]i. Þessi frásögn er helsta gagn [[sagnfræði]]nga í rannsóknum á sögu Grænlendinga hinna fornu. Hákon biskup í [[Björgvin]] (Bergen) sendi hann sem fulltrúa sinn að biskupssetrinu á [[Garðar (Grænlandi)|Görðum]] [[1341]] og kom hann þangað [[1347]]. Ívar var á Grænlandi sem ''officialis'', umboðsmaður eða staðgengill biskups, enda enginn Grænlandsbiskup á þessum árum. Hann virðist hafa snúið aftur til [[Noregur|Noregs]] um [[1360]]. Upphafleg lýsing Ívars, sem gerð var á [[Norska|norsku]], er týnd en er til í [[Danska|danskri]] þýðingu frá [[17. öld]] í allmörgum afritum. Best varðveitt er handrit það í ''Den Arnamagnæanske Samling'' (Stofnun Árna Magnússonar) sem nefnt er AM 777 a 4to. Heitir ritið „Enn kortt Beschriffuellse om Grønnland, Om Segladsenn did henn saa och om Landtzens Beschriffuelse“ („Stutt lýsing á Grænlandi, siglingum þangað og lýsinga á landinu“). Er lýsingin oftast nefnd ''Det gamle Grønlands beskrivelse''.
 
Ívar festi ekki sjálfur frásögn sína á blað heldur hefur einhver annar gert það, sennilega einhver handgenginn biskupi eða kóngi. Eða eins og segir í handritinu: „Jtem dette alt som forsagt er, sagde oss Jffuer Baardtsen Grønlænder, som war forstander paa biskobs garden, i Gardum paa grønnland udi mange aar, att hand haffde alt dette seett“. („Allt það sem hér er frá sagt var okkur sagt af Ívari Bárðarsyni Grænlendingi, sem var forstöðumaður á biskupssetrinu á Görðum í mörg ár, að hann hafði sér alla þetta séð.“).