„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m LanguageTool: typo fix
Lína 141:
Fjórtánda öldin hefur verið kölluð [[Norska öldin]] í sögu Íslendinga því þá voru tengsl Íslands og Noregs mikil. Ýmsir norskir embættismenn og biskupar gegndu embætti á Íslandi og verslun við Noreg var mikil, ekki síst eftir að mikill kippur kom í skreiðarverslun og [[útgerð]]. Vísir að fiskiþorpum byggðist upp á sumum helstu útgerðarstöðum Íslands og [[skreið]] tók við af [[vaðmál]]i sem helsta útflutningsvaran.
 
Íslendingar urðu stöðugt háðari [[siglingar|siglingum]] útlendinga til landsins; þeir höfðu átt góðan skipastól á landnámsöld og fram eftir öldum en erfitt var að endurnýja hann og skipunum fækkaði smátt og smátt, þannig að utanríkisverslunin færðist öll í hendur útlendinga og þá fyrst til Norðmanna. Þetta kom sér illa, til dæmis þegar siglingar lögðust niður að mestu í nokkur ár æaá meðan og eftir að [[Svarti dauði]] geisaði í Noregi um miðja 14. öld.
 
[[Mynd:Dokument pt Kalmarunionen.jpeg|thumb|Drög að samningnum um Kalmarsambandið]]
Með stofnun [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandsins]] [[1397]] varð Ísland svo hluti af ríki [[Margrét Valdimarsdóttir mikla|Margrétar Valdimarsdóttur]] og því næst [[Eiríkur af Pommern|Eiríks af Pommern]], sem náði yfir [[Danmörk]]u, [[Svíþjóð]] og [[Noregur|Noreg]]. Þá fluttist þungamiðja konungsvalds í Noregi til Danmerkur og tengsl Íslendinga við Noreg minnkuðu mikið og rofnuðu endanlega um [[1428]].
 
=== Enska og þýska öldin ===