„Gönguskarðsá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Gönguskarðsá''' er bergvatnsá í Skagafirði sem rennur til sjávar í Gönguskarðsárósi rétt norðan við Sauðárkrók. Hún kemur...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gönguskarðsá''' er [[bergvatnsá]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] sem rennur til sjávar í Gönguskarðsárósi rétt norðan við [[Sauðárkrókur|Sauðárkrók]]. Hún er stundum sögð mesta manndrápsá Skagafjarðarsýslu.

Gönguskarðsá kemur úr [[Gönguskörð]]um og er [[dragá]] sem safnar í sig vatni úr mörgum smærri ám, bæði ofan úr [[Tindastóll|Tindastóli]] og [[Molduxi|Molduxa]] og fjallendinu þar á milli. Hún er straumhörð og erfið yfirferðar í vatnavöxtum og hefur verið mjög mannskæð; sagt er að nærri tuttugu manns hafi drukknað þar. Einn þeirra var Guðmundur, faðir söngvarans [[Stefán Íslandi|Stefáns Íslandi]], sem drukknaði í ánni vorið 1917. Hún var fyrst brúuð árið 1875.
 
Í [[Landnámabók|Landnámu]] er sagt frá því að sumir landnámsmanna hafi lent skipum sínum í Gönguskarðsárósi en þar hefur engin lending verið í margar aldir. Áin hefur nú verið brúuð niðri við ósinn en eldri brú var nokkru ofar.