„Siglingakeppni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:J-24_yacht_racing,_Sydney_Harbour.jpg|thumb|right|Strandsiglingakeppni í [[Sidney-höfn]] í Ástralíu.]]
'''Siglingakeppni''' eða '''kappsigling''' er [[keppni]] í [[siglingar|siglingum]] þar sem [[seglbátur|seglbátar]] ([[kæna|kænur]], [[kjölbátur|kjölbátar]] eða [[seglbretti]]) eigast við. Siglingakeppnir skiptastgreinast í strandsiglingakeppnir sem fara fram nálægt landi, oft í kringum [[bauja|baujur]] eða [[eyja]]r, og úthafssiglingakeppnir þar sem keppt er á löngum siglingaleiðum. Siglingakeppnir geta verið [[forgjöf|forgjafarkeppnir]] milli báta af ólíkum gerðum ogeða klassakeppnir milli báta af sömu tegund eða sem uppfylla sömu hönnunarviðmið. [[Tvíliðakeppni]]r eru siglingakeppnir þar sem aðeins tveir sams konar bátar keppa sín á milli, oftast nokkrar umferðir.
 
Formlegar siglingakeppnir eru haldnar samkvæmt [[Alþjóðlegu siglingareglurnar|Alþjóðlegu siglingareglunum]] sem [[Alþjóðasiglingasambandið]] gefur út. Siglingakeppnir eru haldnar af [[siglingafélag|siglingafélögum]] sem eru aðilar að siglingasambandi viðkomandi lands.
 
==Eftir flokki==
===Flotakeppni===
Flotakeppni er keppni milli þriggja eða fleiri báta þar sem keppt er um að komast tiltekna braut á sem skemmstum tíma (leiðrétt með forgjöf ef um forgjafarkeppni er að ræða). Stigagjöf er þá oftast þannig að 1. sæti gefur 1 stig, 2. sæti 2 stig o.s.frv. og sá bátur sem hefur fæst stig eftir allar sigldar umferðir sigrar. Dæmi um slíka keppni er [[Cowes Week]] á [[Isle of Wight]] í [[Bretland]]i þar sem allt að þúsund bátar taka þátt.
===Tvíliðakeppni===
Í tvíliðakeppni eru oftast tveir eins bátar sem keppa og oftast nokkrar umferðir. Í sumum tvíliðakeppnum er gert ráð fyrir dómara, ólíkt öðrum siglingakeppnum, sem gefur keppendum til kynna ef þeir brjóta reglurnar. Stundum skiptast liðin á að sigla öðrum hvorum bátnum til að tryggja jafnræði á milli þeirra. Þekktasta dæmið um tvíliðakeppni í siglingum er [[Ameríkubikarinn]].
===Liðakeppni===
Í liðakeppni keppa tvö lið með nokkra báta hvort. Sniðið er svipað og í flotakeppni fyrir utan það að liðið safnar stigum einstakra báta og það lið sem er með fæst stig sigrar. Bátar í sama liði geta því unnið saman í keppninni. Algengast er að keppa á kænum sömu gerðar.
 
==Eftir lengd brautar==
===Strandsiglingakeppnir===
* [[Ólympíuleikarnir]] í siglingum
* [[Ameríkubikarinn]]
* [[Cowes Week]]
===Úthafssiglingakeppnir===
* [[Volvo Ocean Race]]
* [[Fastnet-keppnin]]
* [[Vendée Globe]]
 
==Forgjafarkerfi==
* [[Offshore Racing Congress|ORC]]
* [[IRC (siglingar)|IRC]]
* [[PHRF]]
* [[Portsmouth Yardstick]]
 
{{stubbur}}