„Hraðbanki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Bankomat 050421.jpg|thumb|Hraðbanki í Svíþjóð]]
'''Hraðbanki''' er [[tölva|tölvustýrð]] [[sjálfsafgreiðsluvél]] sem gerir viðskiptavinum [[banki|banka]] kleift að athuga stöðu bankareikninganna sinna, taka [[peningur|peninga]] út og stundum leggja þá inn. Í sumum hraðbönkum er líka hægt að fylla á [[farsími|farsíma]] og sinna öðrum aðgerðum eins og að millifæra milli reikninga. Notendur hraðbankans getur notað [[debetkort]]ið sitt eða [[kreditkort]] ásamt [[PIN-númer]]i til að fá aðgang að reikningunum sínum. Hraðbankinn les [[segulröndarkortsegulrandarkort|segulrönd]] eða [[flís kortsins og notar þær upplýsingar til að staðfesta deili korthafans. Eftir að færslan er framkvæmd hefur notandinn þann möguleiki á að prenta út [[kvittun]] yfir færslunni og öðrum nýlegum færslum. Yfirleitt er takmörkun á hversu marga peninga má taka út af hraðbanka í einni færslu, og stundum er líka dagleg eða vikuleg takmörkun.
 
Hraðbanka er oft að finna fyrir utan eða nálægt bönkum auk þess á samgöngu- og [[verslunarmiðstöð]]vum. Það eru um það bil 1,5 milljónir hraðbankar í heimi. Hraðbankar eru í samkeppni við aðra greiðslumáta, t.d. [[heimabanki|heimabanka]], debetkort og kreditkort.