„Diocletianus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: es:Diocleciano er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Sweepy (spjall | framlög)
Lína 17:
 
== Leiðin til valda ==
Diocletianus var líklega fæddur í Salona (núverandi [[Solin]] í [[Króatía|Króatíu]]). Fæðingarár hans er óvíst en það var líklega í kringum [[244]]. Hann var upphaflega nefndur Diocles og voru foreldrar hans af lágri stétt, faðir hans var annað hvort skrifari eða frelsaður þræll.
 
Diocles var herforingi í [[Rómverski herinn|rómverska hernum]] undir keisaranum [[Carus]]i og fór með honum, árið [[283]], í herferð gegn Sasanídum í [[Persía|Persíu]]. Carus lést sama ár, eftir vel hepnaða herferð, er hann varð fyrir eldingu. Synir hans tveir, [[Numerianus]] og [[Carinus]], urðu þá keisarar. Numerianus hafði farið með föður sínum til Persíu en hélt til [[Róm]]ar eftir dauða hans. Á leiðinni fannst Numerianus látinn í vagni sínum og kenndi Diocles þá yfirmanni lífvarðasveitarinnar, Aper, um dauða hans. Herdeildirnar lýstu Diocles þá keisara og tók hann Aper af lífi fyrir framan hermennina. Eftir að hafa verið lýstur keisari tók Diocles sér nafnið Gaius Aurelius Valerius Diocletianus.