„Lárus H. Bjarnason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Umvandarinn (spjall | framlög)
Umvandarinn (spjall | framlög)
Lína 2:
 
== Uppvöxtur ==
Lárus var sonur Hákonar Bjarnassonar og Jóhönnu KristínuKristínar Þorleifsdóttur. Hákon Bjarnasson var kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, V-Barð., f. 5. sept. 1828, d. 2. apríl 1877. For.: Bjarni Gíslason, bóndi í Ytri-Görðum og víðar í Staðarsveit, Snæf., síðar prestur á Söndum í Dýrafirði, V-Ís., f. 11. júní 1801, d. 30. sept. 1869, og k.h. Helga Árnadóttir, húsfreyja, f. 29. mars 1791, d. 15. jan. 1860.
 
Móðir: Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir, húsfreyja á Bíldudal, f. 16. des. 1834, d. 11. jan. 1896. For.: Þorleifur Jónsson, prófastur í Hvammi í Hvammssveit, Saurbæjarhr., Dal., f. 8. nóv. 1794, d. 1. maí 1883, og fyrri k.h. Þorbjörg Hálfdanardóttir, húsfreyja, f. 21. maí 1800, d. 20. jan. 1863.
 
Lárus Kristján Ingivaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bíldudal. Faðir hans, Hákon Bjarnason, rak þar þróttmikla verslun og þilskipaútgerð. Þótti hann dugnaðar- og atorkumaður hinn mesti, en þessi þilskipaútgerð hið vestra var komin á legg hjá Hákoni áður en hún var komin til svo nokkru næmi hið syðra á höfuðborgarsvæðinu sem nú er kallað. Hákoni hafði þar að auki tekist að koma framleiðsluvöru sinni í það álit erlendis að besti saltfiskurinn frá Íslandi var kallaður „Bíldudalsfiskur“ og hélst það lengi síðan. Hákon kaupmaðurstórumsvifamaður féll frá á besta aldri, aðeins 49 að aldri. Vöruskip sem hann kom með frá Kaupmannahöfn, strandaði á Mýrdalssandi í „páskaveðrinu mikla“ 1877 og fórst hann þar ásamt flestum þeim sem á skipinu voru. Ekkja Hákonar, móðir Lárusar, rak útgerðina og verslunina nokkur ár eftir þetta. Lárus var einungis 11 ára þegar faðir hans fórst.
 
Nám: Cand. juris frá Hafnarháskóla 1. júní 1891 með I. eink. 101 st.