„Morð á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 25:
* [[1903]] - [[26. mars]] - Páll Júlíus Pálsson (1893-1903) lést sökum vannæringar og illrar meðferðar í vist sinni í Skaftárdal, Vestur-Skaftárfellssýslu. Páll hafði verið tekinn af foreldrum sínum, Páli Hanssyni og Rannveigu Pálínu Pálsdóttur, og honum komið fyrir í vist á Hörgsdal árið 1901. Ári síðar, 1902, á hreppaskilaþingi svokölluðu, var honum ráðstafað í vist hjá Oddi Stígssyni, bónda í Skaftárdal, en sá bauðst til að taka drenginn fyrir aðeins 20 krónur. Faðir hans, Páll Hansson hafði kvartað yfir aðbúð hans, en ekki var tekið mark á honum. Að lokum var þó séra Sveinn Eiríksson í Ásum sendur til Skaftárdals til að athuga með líðan Páls Júlíusar. Séra Sveinn vottaði að drengnum liði vel og að ekkert væri athugavert við aðbúð hans. Heimilið var hinsvegar fátæklegt, en Oddur og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir bjuggu í vesturbænum í tvíbýli í Skaftárdal. Í austurbænum bjó maður að nafni Bergur Einarsson. Bergur þessi sagðist hafa vitað til þess að Oddur færi að einhverju leiti illa með drenginn. Um jólin fyrir lát Páls komu foreldrar hans í heimsókn og dvöldu þar tvær nætur. Sagði Páll þeim þá að Oddur væri harður við hann og berði hann oft. Páll hafði breyst mikið í fari og var óttasleginn og fámáll. Faðir Páls fór að berjast fyrir því að drengurinn yrði færður af bænum, en var þeirri beiðni synjað. Eftir áramótin 1902-1903 var Páll kominn með ljót sár á fæturnar og gekk um haltur. Enginn hafði mikil afskipti af því hvernig hann gengi og var hann rekinn áfram. Þó virðist Oddur hafa vitað af sárum hans og þvegið þau einstaka sinnum. Vinnukona á bænum hafði þá heyrt Pál gráta við vinnu í fjósinu en ekki sinnt því neinu. Í mars var Páll orðinn veiklulegur og daufur, magur og tekinn en var þó á fótum eins og hann gat og kvartaði ekki undan neinu. Þó virðist hann hafa látið vita að honum væri illt í maga en enginn veitti því mikla eftirtekt. Eitt kvöld í mars fór Páll inn í ólæst loft þar sem hann vissi að kæfu væri að finna og náði sér í bita. Þegar hann ætlaði að yfirgefa herbergið stóð Oddur fyrir honum og hélt á stórum vendi. Hann hirti Pál fyrir það að hnupla kæfunni. Daginn eftir neitaði Páll að fara til vinnu í fjósinu og dró Oddur hann þá niður stigann og inn í fjósið á eyrnarsneplunum svo á sást. Um kvöldið stal Páll sér aftur matarbita, en það kom strax í ljós daginn eftir. Oddur reif þá utan af Páli fötin og hirti hann á sama stað og áður, þrátt fyrir að holdið væri rautt og fleðrað. Eftir hýðinguna blæddi mjög úr baki Páls. Að morgni 26. mars 1903 átti Páll erfitt með að vakna, og er hann loks vaknaði lagðist hann stuttu síðar aftur til svefns. Síðla morguns fór Páll að kveina og hljóða upp úr svefni þar sem hann lá í baðstofunni, og gekk það áfram án afskipta Odds og konu hans, Margrétar. Loks spurði Margrét hann hvort hann vildi kaffi, en Páll svaraði engu. Andardráttur hans var óreglulegur og fætur hans orðnir kaldir upp að hné. Margrét náði þá í Berg sem kom og sat yfir drengnum með Oddi í um það bil klukkustund. Bergur brá sér þá frá, en stuttu síðar kom Oddur að finna hann og sagði honum að Páll væri látinn. Áverkarnir á líki Páls voru töluverðir; sár voru bak við eyrun, efri vör, gagnauga og á miklum hluta baksins. Þá var hann svo magur að telja mátti rifbein hans úr mikilli fjarlægð og kviðholið var innfallið. Einnig var hann mjög blóðlítill og kinnfiskasoginn. Höfuðlag hans, kjálkar og tennur báru þess þá greinilega merkis að hann hafi haft [[beinkröm]] í æsku. Drep var komið í tær beggja fóta, inn að beini svo neglurnar voru lausar, sem og bjúgur í rist og við ökkla. Héraðslæknarnir tveir sem skoðuðu lík Páls krufðu það þó ekki og því þótti dómurum í málinu erfitt að segja til um rétta dánarorsök. Hjónin voru ekki talin hafa myrt Pál af ásetningi og Margrét var sýknuð af ákæru sækjandans. Hins vegar viðurkenndi Oddur að hafa veitt Páli áverkana, sem og að hafa lítið sem ekkert hirt um fótasár hans, og var því dæmdur í ''12 mánaða'' betrunarhúsvinnu fyrir vanhirðu og hafa valdið drengnum heilsutjóni og þjáningum, sem ullu að öllum líkindum dauða hans. Oddur afplánaði sinn dóm, en er hann kom úr fangelsi og var á leið heim til sín, drukknaði hann í Hólmsá í Skaftárfellsýslu.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=253305&pageId=3525876&lang=is&q=Oddur%20St%EDgsson Réttvísin gegn Oddi Stígssyni og Margréti Eyjólfsdóttur, bls 22-27][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=118922&pageId=1565887&lang=is&q=Oddur%20St%EDgsson Þættir úr íslenskri afbrotasögu: Hordauður ómagi með kolbrandskaun, bls 18-20]</ref>
 
* [[1906]] - [[ágúst]] - Jóna Ágústína Jónsdóttir (1882-1960) varð ófrísk eftir giftan mann, bóndann í Hokinsdal þar sem hún átti heima, og einsetti sér að deyða barnið er það fæddist. Barnið kom í heiminn um miðjan ágúst 1906, er Jóna var við vinnu á Bíldudal, en hún settist á það eftir fæðinguna beið uns það var látið. Tók hún þá barnið og fleygði í sjóinn. Fannst það seinna er það rak í land. Hún var dæmd til '''4''' ára betrunarhússvinnu árið 1907. <ref>[http://baekur.is/is/bok/001194492/7/7/Landsyfirrettardomar_og_Bindi_7_Bls_7 Rjettvísin gegn Jónu Ágústínu JósdótturJónsdóttur, Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, Bindi VII, bls 344]</ref>
 
* [[1913]] - [[6. ágúst]] - Kristjana Guðmundsdóttir (1891-1964) varð ófrísk eftir stjúpa sinn, Árna Friðrik Jónsson (1880-1958). Hafði hann gifst móður hennar árið 1908, sem var ekkja, en hann og Kristjana áttu síðan í ástarsambandi árið 1912. Barnið fæddi Kristjana í baðstofunni á Furufirði, þar sem hún bjó, án þess að vekja annað heimilisfólk, en barnið fæddist fyrir tímann. Kristjana hafi ákveðið að deyða barnið eftir að það fæddist, en faðir þess vissi ekki af tilvist þess fyrr en síðar. Um morguninn sá móðir Kristjönu barnið og hafði það þá verið stungið til bana með skærum. Lagði hún það í kassa og út í skemmu. Kristjana lét síðan senda eftir ljósmóður sem aðstoðaði hana og þreif barnið. Tók hún eftir stungusárunum og lét sýslumann vita. Sýslumaður rannsakaði dauða barnsins og í kjölfarið var Kristjana ákærð. Játaði hún á sig morðið og var dæmd til '''3''' ára betrunarhússvinnu.<ref>[http://baekur.is/is/bok/001194492/9/1/Landsyfirrettardomar_og_Bindi_9_Bls_1 Rjettvísin gegn Árna Friðrik Jónssyni og Kristjönu Guðmundsdóttur, Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, Bindi IX, bls 351]</ref>