„Spánverjavígin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 4 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3480202
á huglægt mat á drápum heima í alfræðiefni?
Lína 1:
'''Spánverjavígin''' er heiti sem haft er um þá atburði sem urðu á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] haustið [[1615]], þegar allmargir [[Baskaland|baskneskir]] skipbrotsmenn voru drepnir áí grimmileganátökum háttmilli þeirra og Íslendinga.
 
Basknesku [[hvalveiði]]mennirnir komu frá bæði spænska og franska hluta Baskalands. Þeir fóru að venja komur sínar á Íslandsmið snemma á [[17. öld]], eftir að hafa verið hraktir frá [[Nýfundnalandsmið]]um. Sumarið 1615 héldu þrjú hvalveiðiskip til við [[Strandir]] og höfðu aðstöðu í [[Reykjarfjörður (Ströndum)|Reykjarfirði]], þar sem hvalurinn var bræddur, og höfðu þeir því töluverð samskipti við landsmenn og versluðu við þá með ýmsan varning. Á [[Alþingi]] um sumarið var lesið upp konungsbréf þar sem allar hvalveiðar útlendinga við landið voru bannaðar og munu Baskarnir hafa haft spurnir af því og voru eftir það sérlega varir um sig. Skipstjórarnir á skipunum þremur hétu Marteinn, Stefán og Pétur.