„Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 36:
Undir lok réttarhaldsins gerði Þorgeir kröfu um að dómari og saksóknari gengjust undir lestrarpróf:{{tilvitnun|Mig langar til þess að biðja um það, herrar mínir – og það er mín seinastsa ósk hér í þessu réttarhaldi – að þið báðir tveir: dómari og saksóknari, leggið fram vottorð um lestrarkunnáttu ykkar. Þá á ég við tæknilega lestrarkunnáttu. Þetta gæti t.d. verið fullnaðarpróf í lestri eða lestrarpróf sem þið tækjuð nú í vor eftir stöðlum Barnaskóla Reykjavíkur. Forsendur þessarar beiðni – sem með nokkrum hætti er mín hinsta ósk í þessu máli – get ég rökstutt nánar ef krafist verður.“<ref name="lestrarprof" /> }}
 
Verjandi Þorgeirs í málinu, Tómas Gunnarsson, gerði kröfu um að beiðnin yrði færð til bókar. Það gerðist ekki. Verjandi skrifaði sakadómara bréf og ítrekaði beiðnina seinna sama dag, þar sem sagði m.a.: {{tilvitnun|Ákærði bað um að lögð yrðu fram vottorð um lestrarkunnáttu dómarans og ríkissaksóknarans í málinu … Dómarinn og ríkissaksóknarinn hlustuðu á ákærða lesa upp beiðnina, en síðan lét dómarinn sem hann hefði ekki heyrt hana né heldur ósk mína sem verjanda um að beiðnin yrði bókuð. Var beiðnin því ekki færð til bókar.“ Krafan var hunsuð af bæði saksóknara og dómara og kemur ekki fyrir í réttarskjölum.<ref name="lestrarprof" />}}
 
Krafan var hunsuð af bæði saksóknara og dómara og kemur ekki fyrir í réttarskjölum. Þorgeir sagðist ekki ætla að hlíta dómi um ritstörf sín af hendi manna sem ekki treystu sér í lestrarpróf. Hann sagði ennfremur: {{tilvitnun|Tilgangurinn með því að biðja þá um að fara í lestrarpróf var í sjálfu sér hávísindalegur. Ég vildi komast að því hvaða tegund ólæsi þeir væru haldnir. Ólæsi getur verið tvenns konar – tæknilegt ólæsi, þ.e. að menn kunna ekki að kveða að. Og svo huglægt ólæsi. Séu þeir haldnir huglægu ólæsi, þá lesa þeir kannski upp á 10, en ólæsi þeirra er þá geðrænt og getur stafað af pólitík eða öðrum huglægum hömlum. <ref name="lestrarprof" />}}
Um „konunglegt ólæsi eða lestrarlag hinna skriftlærðu“ skrifaði Þorgeir frekar, meðal annars í greininni „Analfabetismus regalis“ sem birtist í ''Morgunblaðinu''.<ref name="analfabetismus">[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1652072 Þorgeir Þorgeirson, „Analfabetismus regalis“, í ''Morgunblaðinu'', 21. mars 1987, bls 22]</ref>.