„Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 19:
# „Aðfarirnar lýstu svo mætavel þeirri mynd sem almenningur hlýtur óðum að vera að gera sér af lögreglu í sjálfsvörn: bolabrögð, falsanir, lögbrot, hindurvitni, flaustur og ráðleysi.“<ref name="lestrarprof">[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2515575 „Fer saksóknari ríkisins í lestrarpróf?“ frétt í DV 10. maí 1985, bls. 64]</ref>
 
Þorgeir var kærður á grundvelli 108. gr. hegningarlaga nr. 19 frá 1940. Í lagagreininni sagði þá orðrétt: {{tilvitnun|Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.}}
Það var síðasta setningin, forsenda ákæru og síðar dóms, að ekki mætti segja satt um opinbera starfsmenn væri það gert „ótilhlýðilega“ sem myndi að endingu verða viðfangsefni Mannréttindadómstólsins.
 
Þorgeir sagði um kæruna að hún væri „vitaskuld byggð á misskilningi og takmarkaðri lestrargetu kæruaðilanna.“ Eftir að kæra barst gaf Þorgeir raunar út ljóðabókina ''Kvunndagsljóð og kyndugar vísur'' sem mátti skilja að væri að nokkru sprottin af þessum átökum.<ref name="hp1986">[http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=984041 „Ríkissjóður inni á manni eins og ómegð“ viðtal í Helgarpóstinum 27. febrúar 1986, bls. 18]</ref>