„Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 61:
 
Um kæruna sagði Þorgeir: „Ég kæri ekki til mannréttindanefndarinnar út af neinum smáatriðum, heldur er ég í raun að kæra allt íslenska réttarkerfið sem ég álít meingallað og vart sæmandi nokkru lýðræðisríki.“<ref name="kærirbrot">[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2915692 „Þorgeir kærir mannréttindabrot“, frétt í ''Þjóðviljanum'', 11. júní 1988, bls. 3]</ref> Var þá á fimmta ár liðið frá birtingu greinanna sem Þorgeir var dæmdur fyrir. „Mér skilst,“ sagði hann í því samhengi, „að mál gangi nokkuð hratt fyrir sig þarna úti í Strazburg. Í það minnsta hraðar en í íslenzka réttakerfinu sem er það hroðalegasta sem ég hef horft framan í um ævina.“<ref name="kærirbrot" /> Tæpum fjórum árum síðar, áður en Mannréttindadómstóllinn hafði kveðið upp úrskurð sinn, sagði Þorgeir um mikilvægi málsins í sínum huga: {{tilvitnun|Það er alveg ótrulega lítið ritfrelsi hér. Á meðan 108. grein hegningarlaga er óbreytt og í gildi lít ég svo á að hér sé ekki ritfrelsi. Það er af þeirri einföldu ástæðu að í lok [hennar] segir: „Aðdróttun, þó sönnuð sé, varðar sektum“. Þarna er sjálfur sannleikurinn gerður refsiverður ef ákveðin stétt manna á í hlut, það er að segja opinberir starfsmenn. Sannleikurinn er refsiverður ef hann er ekki sagður svo kurteisislega að hann skilst ekki.<ref name="refsiverdur">[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3535747 „Sannleikurinn er refsiverður“ viðtal í ''Pressunni'', 6. febrúar 1992, bls. 4]</ref>}}
 
Tómas Gunnarsson var meðflutningsmaður Þorgeirs í málinu. Þeir gerðu kröfur í nokkrum liðum. Meðal annars lögðu þeir fram kröfu um 2 milljón króna bætur vegna tekjumissis sem Þorgeir hefði mátt þola af breyttri stöðu sinni sem rithöfundar gagnvart úgefendum og íslenskum bókamarkaði. Um kröfuna sagði Þorgeir: „Mín staða sem nokkurs konar uppreisnarmanns gegn kerfinu gerði það að verkum að mínar bækur urðu lélegri söluvara sem endaði með því að ég stóð uppi án útgefanda.“<ref name="varlegar" />