„Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 64:
Tómas Gunnarsson var meðflutningsmaður Þorgeirs í málinu. Þeir gerðu kröfur í nokkrum liðum. Meðal annars lögðu þeir fram kröfu um 2 milljón króna bætur vegna tekjumissis sem Þorgeir hefði mátt þola af breyttri stöðu sinni sem rithöfundar gagnvart úgefendum og íslenskum bókamarkaði. Um kröfuna sagði Þorgeir: „Mín staða sem nokkurs konar uppreisnarmanns gegn kerfinu gerði það að verkum að mínar bækur urðu lélegri söluvara sem endaði með því að ég stóð uppi án útgefanda.“<ref name="varlegar" />
 
Mannréttindanefnd Evrópuráðsins skipaði tveimur kæruliðum Þorgeirs til Mannréttindadómstólsins: 1.
#Þeirri að dómari hefði ítrekað tekið sér stöðu ákæruvalds þegar saksóknari var fjarri, sem tíðkaðist þá á Íslandi. Hann væri því ekki hlutlaus, sagði Þorgeir í málsgögnum, sem dómari. Það teldist varða við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu; 2.
#Að með dómnum hafi verið brotið á tjáningarfrelsi Þorgeirs, sem myndi varða 10. grein sáttmálans. Aðrir kæruliðir töldust ekki dómtækir.<ref name="samantektdoms" />
 
Málið var dómtekið sem „Þorgeir Þorgeirson gegn Íslandi“, mál 13778/88.