„Ungmennafélagið Fjölnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 45:
Svo vildi til að ung stúlka átti þá hugmynd og stakk þessu nafni í tillögukassann, en á þeim tíma var hún yfir sig ástfangin af pilt sem bar einmitt nafnið Fjölnir. Sigurður Þorsteinsson, sem sat í fyrstu stjórn ungmennafélagsins fyrir hönd UMFÍ, tók síðar upp umræðu um að breyta nafni félagsins og benti á þessa tillögu því til stuðnings. Á 7. stjórnarfundi Ungmennafélags Grafarvogs sem var haldinn þann 24. apríl 1988 var ákveðið að breyta nafninu. Stjórnarmenn voru sammála um að erfitt gæti verið að hvetja Ungmennafélag Grafarvogs í kappleikjum sem og að skammstöfun félagsins þá, UMFG, væri nú þegar í notkun en Ungmennafélag Grindavíkur notar hana.
 
Orðið Fjölnir á sér langa og ákaflega merkilega sögu í íslenskri tungu. Til að byrja með þá er Fjölnir eitt nafna Óðins, en hann var æðstur ása. Óðinn var hernaðar, skáldskapar- og dauðragoð. Óðinn var faðir annarra goð auk þess að vera goð galdra, rúnastafa og algleymis. Hann þótti einkar margræður og var ekki við eina fjölina feldur. Hann átti sér hásæti í Valhöll og var elstur ásanna. Hann bar mörg önnur nöfn en Óðinn og Fjölnir, þeirra á meðal eru Alfaðir, Arnhöfði, Grímnir, Hárbarður, Gangráður, Gangleri, Vegtamur og Síðskeggur, en það síðastnefnda vísar til þess síða skegg sem hann átti að bera. Sjá má teiknaða mynd af Óðni á reiðhjólahjálmum sem gefnir voru út fyrir nokkrum árum, en hvert íþróttafélag í Reykjavík fékk sinn hjálm með táknrænni mynd og merki félagsins.
 
Fjölnir var hins vegar líka sænskur þjóðsagnakonungur en frá honum er sagt í Ynglingasögu, sem þykir afar gömul. Það sést m.a. á vísu sem tengist sögunni og Snorra Sturluson vitnar til og á að vera frá 9. öld e. Kr. Fjölnir þessi var sonur Yngva-Freys og Gerðar og gat sér það helst til frægðar að halda mikla veislu eitt sinn, þar sem boðið var upp á mjöð úr tunnum. Fjölnir drakk töluvert það kvöld og er ljóð höfðu slökkt verið í salnum og allir gengnir til náða, þurfti hann skyndilega að létta af sér. Hann sá því miður lítið fram fyrir sig og datt ofan í eina mjaðartunnuna og drukknaði ofan í henni.