„Mannanafnanefnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
gagnrýni, nýtt frumvarp ofl.
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 43:
Margvísleg gagnrýni hefur verið sett fram á Mannanafnanefnd gegnum tíðina. Fram að gildistöku nýrra laga árið 1996 þurftu innflytjendur til Íslands að breyta nöfnum sínum til samræmis við lög, og taka upp íslensk nöfn. Á tíunda áratug 20. aldar barðist rithöfundurinn [[Þorgeir Þorgeirson]] fyrir rétti sínum til að skrifa og skrá föðurnafn sitt með einu s-i.
 
Á þingi vetrarins 2013–2014 lagði þingflokkur [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]] fram frumvarp að lögum á Alþingi, um að fella niður mannanafnanefnd. Sagði í rökstuðningi meðal annars: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Núgildandi lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir.“ Almennt ætti að gera ráð fyrir að nöfn séu leyfð, sagði í rökstuðningi, og aðeins í sérstökum undantekningatilfellum ætti ríkisvaldið að geta hlutast til gegn mannanafni. Þá var í rökstuðningi lögð áherslu á að í því fælist mismunun að ákveðnir hópar íbúa hefðu rétt til ættarnafna en aðrir ekki. Var í frumvarpinu lagt til að öllum yrði heimilt að taka upp ættarnafn. Frumvarpið er enn til þingmeðferðar.<ref name="frumvarpbf">[http://www.althingi.is/altext/143/s/0251.html Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, 143. löggjafarþing 2013–2014]</ref>
 
== Tengt efni ==