„Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
Snæfarinn (spjall | framlög)
Lína 11:
Þann 27. desember 1983 lagði Lögreglufélagið fram beiðni til ríkissaksóknara um að rannsaka málið.Þann 13. ágúst 1985, eða um einu og hálfu ári síðar, stefndi ríkissáksóknari, þá Þórður Björnsson, Þorgeiri fyrir Sakadóm Reykjavíkur fyrir „ærumeiðandi aðdróttanir“.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3324260 Móðgun og skammaryrði; grein í Alþýðublaðinu 1986]</ref> Viðurög voru allt að þriggja ára fangelsi. Tilefnið var eftirfarandi orðalag úr fyrri greininni:
# „Einkennisklædd villidýr“, tvisvar sinnum
# „Stofufélagar þessa unga manns sögðu mér að bæklun hans væri af völdum útkastara og lögreglu. Þessu vildi ég þá ekki trúa svona fyrirvaralaust og spurði bæði lækna og sjúkralið að þessu. Jú, rétt var það: þarna var komið eitt af fórnardýrum löggæsslunnarlöggæslunnar í næturlífi Reykjavíkur.“
# „Þá brá svo við að hvarvetna hitti ég fólk sem kunni sögur af mönnum sem lent höfðu jafn illa eða ver í þessum einkennisbúnu óargadýrum. Sumir höfðu jafnvel verið sendir afturá vitsmunastig bernsku sinnar með kyrkingatökum sem lögreglumenn og útkastarar kunna en fara ekki með af skynsamlegu viti heldur fautaskap og hugsunarleysi. Sögur þessar eru svo gjörsamlega samhljóða og margar að það verður æ örðugra að vísa þeim frá sér eins og hverjum öðrum uppspuna.“
# „fórnardýr lögregluhrottanna.“