„Hjónaband“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m +wikiorðabókin+flokka nánar
Stabilo (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
Í vestrænum löndum er yfirleitt um einkvæni að ræða, þar sem einn [[karlmaður]] og ein [[kona]] ganga í hjúskap og kallast þá ''[[eiginmaður]]'' og ''[[eiginkona]]'', en í öðrum heimshlutum þekkist ''[[fjölkvæni]]'', þar sem einn karlmaður gengur í hjúskap með mörgum konum. Einnig fyrirfinnst ''[[fjölveri]]'', þar sem ein kona er í hjúskap með mörgum karlmönnum, en slíkt er þó mun óalgengara.
 
== Úr sögu hjónabands á Íslandi ==
 
Alþingissamþykkt frá árinu 1720 kvað á um að aðeins „bjargálnamenn“ mætti vígja í hjónaband og var öreigum títt meinað að giftast. Ísland heyrði enn undir Danmörku á þeim tíma og var samþykktinni hnekkt árið 1768 með fyrirmælum frá Danmörku um aðeins fólki með smitsjúkdóma skyldi meinað að ganga í hjónaband. Fyrirmælunum var ekki framfylgt nema að litlu leyti og íslensku skipaninni komið á á ný árið 1824, þegar kveðið var á um að þeir sem notið hefðu styrks úr fátækrasjóði gætu ekki gifst nema greiða styrkinn til baka. Prestar voru lögsóttir og sektaðir ef þeir brutu þetta ákvæði og gáfu saman fátækt fólk. Þegar leið á öldina vildu íslenskir ráðamenn takmarka möguleikann til giftinga enn frekar og sendi Alþingi bænaskrá til konungs um að lögfesta þá skipan að „alþekkta óráðs- og óreglumenn og ónytjunga megi ekki gefa í hjónaband hér á landi,“ nema með sérstöku leyfi viðeigandi sveitarstjórnar. Konungur samþykkti ekki lögin en eftir þessu viðmiði var þó að miklu leyti farið. Í umræðum á Alþingi árið 1885 orðaði ónefndur alþingismaður það svo að „Ósjálfbjarga menn hafa engan siðferðislegan rétt til að æxlast.“ Árið 1921 var loks samþykkt að fólk gæti gifst eins þó að það hefði þegið sveitarstyrk, og án þess að hafa greitt hann til baka.<ref>Inga Huld Hákonardóttir, ''Fjarri hlýju hjónasængur'', Mál og menning 1995, bls. 263–264.</ref>
 
Á undanförnum árum hafa ýmis vestræn samfélög (þar á meðal Ísland), lögfest heimild [[samkynhneigð]]ra til staðfesta sambúð með einstaklingi af sama kyni, sem er sambærilegt hjónabandi.
 
== Heimildir ==
 
<references />
 
== Tenglar ==