„Jiddíska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Takatxtx (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Takatxtx (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
Þetta mál má rekja allt til 9. og 10. aldar þegar Gyðingar frá Frakklandi og Norður-Ítalíu tóku að setjast að í talsverðu mæli í vestur Þýskalandi, einkum Rínarlöndum. Töluðu þeir rómanskar mállýskur þeirra landsvæða sem þeir komu frá en þær lituðust smám saman svo mjög af þýsku að nýtt mál varð til sem telst germanskt að málfræðilegri byggingu auk þess sem orðaforðinn er að verulegu leiti úr þýsku kominn.
 
== Málfræði ==
 
Málfræði jiddísku svipar um flest til þýsku. Nafnorð hafa þrjú kyn og beygjast í tölum og föllum. Flest nafnorð hafa þó aðeins tvö fallform, nefnifall og eignarfall. Algengast er að nafnorð myndi fleirtölu með -s eða -es, en aðrar fleirtöluendingar eru -er, -im, ekh og kh.