„Laddi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
'''Þórhallur Sigurðsson''' (fæddur [[20. janúar]] [[1947]]), best þekktur sem '''Laddi''', er [[Ísland|íslenskur]] [[leikari]], [[söngvari]], [[tónskáld]] og [[skemmtikraftur]]. Hann hefur gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt í miklum fjölda skemmtiþátta sem handritshöfundur og leikari, t.d ''Heilsubælinu , Imbakassanum og Spaugstofunni'' Einnig hefur hann leikið í mörgum ''[[áramótaskaup|Áramótaskaupum]]'' og tekið þátt í að semja þau. Hann hefur skapað fjöldann allan af karakterum sem margir kannast við og nægir að nefna ''Eirík Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja, Magnús bónda, Ho Si Mattana, Elsu Lund, Martein Mosdal'' og svo mætti lengi telja. Kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru t.d ''[[Stella í orlofi]], [[Stella í framboði]], [[Magnús]], [[Regína]], [[Íslenski draumurinn]], Jóhannes, Ófeigur gengur aftur'' og fleiri. Einnig hefur hann starfað mikið í leikhúsi, en frægustu hlutverk hans á þeim vettvangi eru líklega ''Fagin'' í ''Óliver Twist'' og ''Tannlækninn'' í ''Litlu Hryllingsbúðinni''.
 
Laddi var í tvíeykinu [[Halli og Laddi]] ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Þeir bærðurbræður nutu gríðarlegra vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar, þóttu ómissandi í skemmtiþáttum í sjónvarpi og gáfu út nokkrar hljómplötur með tónlist og gamanmálum. Þekktasta plata þeirra er líklega "Látum eins og ekkert C", sem þeir gerðu ásamt Gísla Rúnari Jónssyni.
 
Laddi hóf tónlistarferil sinn sem trommari í hljómsveitinni "Föxum". Í seinni tíð hefur hann samið fjölda laga og mörg þeirra hafa náð vinsældum, t.d. ''Sandalar'', ''Austurstræti'' og ''Búkolla'', en útgefin lög hans og textar skipta tugum. Hann starfaði um tíma með hljómsveitinni "Brunaliðinu", en mest af tónlistarefni hans hefur komið út á sólóplötum eins og "Einn voða vitlaus" og "Deijó", auk þess sem það er að finna á fjölmörgum safnplötum.