„Tegund (líffræði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m breyti til samræmis við en:wp og seinni málsgreinina
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Biological classification L Pengo Icelandic.svg|thumb|150 px]]
'''Tegund''' [[lífvera]] er grunneining [[lífræðileglíffræðileg fjölbreytni|líffræðilegrar fjölbreytni]] (e. biodiversity). Í [[vísindaleg flokkun|vísindalegri flokkun]] er tegund lífvera gefið [[tvínafnakerfið|tvínefni]] þar sem fyrra heitið er heiti [[ættkvísl (flokkunarfræði)|ættkvíslarinnar]] en það síðara til nánari aðgreiningar. Tegund er oft skilgreind sem safn einstaklinga sem geta í náttúrunni átt saman frjó og eðlileg afkvæmi. Þessa skilgreiningu er ekki alltaf hægt að nota, t.d. á bakteríur, sem æxlast kynlaust, þá verður að notast við útlit, efnasamsetningu eða lífshætti.
 
Frá því [[þróunarkenningin]] kom fram á sjónarsviðið hafa hugmyndir manna um hvað afmarki tegund lífveru breyst mikið. Ekkert almennt samkomulag er þó um það hvernig beri að skilgreina tegund. Almennasta skilgreiningin er upphaflega komin frá [[Ernst Mayr]] þar sem sá hæfileiki að geta eignast frjó afkvæmi innbyrðis aðgreini tegund frá öðrum, þetta hefur verið nefnt [[líffræðileg tegund]] (e. biological species). Ýmsar aðrar skilgreiningar eru til. Það tegundahugtak sem mest hefur verið notað af [[flokkunarfræðingum]] er útlitstegund (e. morphospecies) en þá er hver tegund afmörkuð út frá útliti. Sameindafræðilegar aðferðir hafa á seinni árum aukið möguleikana á að rannsaka mörk tegunda út frá erfðabreytileika þeirra.
 
== Tenglar ==