„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m íslenskar gæsalappir, lagaði fáeinar stafsetningarvillur, tvískipti tilvísunarlista.
Lína 9:
==Viðfangsefni og aðferðafræði==
 
Hagfræði fæst við það hvernig einstaklingar og [[samfélag|samfélög]] taka ákvarðanir um ráðstöfun takmarkaðra gæða á borð við [[tími|tíma]], [[vinnuafl]], [[fjármagn]] og [[náttúruauðlind]]ir. [[John Stuart Mill]] skilgreindi hagfræði sem "þá„þá [[fræðigrein]] sem fæst við [[framleiðsla|framleiðslu]] og úthlutun gæða upp að því marki sem þær eru háðar mannlegu eðli."<ref>Mill (1844): V.30</ref> [[Lionel Robbins]] á eina frægustu skilgreininguna á hagfræði, þá að hagfræði sé "sú„sú vísindagrein sem fæst við mannlega hegðun sem samband á milli ákveðinna markmiða og takmarkaðra aðfanga sem hafa mismunandi notamöguleika."<ref>Library of Economics and Liberty. What is economics?</ref> Hugmyndin um skortinn liggur í flestra huga í kjarna hagfræðinnar, en ekki eru allir sammála því. Michael Mandel telur að á mörgum sviðum hagfræðinnar sé skortur ekki mikilvægur og leggur til að áhersla sé frekar lögð á það hlutverk hagfræðinnar að bæta [[lífsgæði|lífsskilyrði]].<ref>Library of Economics and Liberty. Is Economics All About Scarcity?</ref>
 
[[Nýklassísk hagfræði]] hefur verið ráðandi aðferðafræðileg nálgun innan fræðigreinarinnar undanfarna áratugi, en teikn eru á lofti um að það sé að breytast og að meginstraumshagfræði sé í auknum mæli samblanda af ýmsum nálgunum.<ref>Davis (2006)</ref> Í nýklassískri hagfræði og [[leikjafræði]] er gert ráð fyrir að aðilar hagi sér [[rökrétt]]; einstaklingar leitist við að hámarka [[nyt]] og fyrirtæki að hámarka [[hagnaður|hagnað]]. Þetta er oft kallað forsendan um ''[[homo oeconomicus]]''. Umdeilt er hversu viðeigandi þessi forsenda er í hagfræði. Gagnrýnendur hennar halda því fram að ákvarðanataka einstaklinga sé flókið ferli sem ekki sé viðeigandi að einfalda í fræðilegri umfjöllun, en fylgismenn hennar telja margir hverjir að forsendur líkana séu ekki aðalatriði ef niðurstöður þeirra samræmast raunveruleikanum.<ref>Haraldur Þórir Proppé Hugosson (2013)</ref>
Lína 26:
 
===Hagfræði á fornöld og miðöldum===
[[Heimspeki]]ngar hafa skrifað um hagfræðileg málefni allt frá [[fornöld]]. Hið enska heiti á hagfræði, ''economics'', er dregið af gríska orðinu ''oikonomia'' sem þýðir "stjórn„stjórn heimila"heimila” eða "góðir„góðir stjórnarhættir"stjórnarhættir”. Gríski heimspekingurinn [[Xenofon]] skrifaði um [[verkaskipting]]u og minnkandi jaðarnytjar. [[Aristóteles]] lýsti viðskiptum tveggja einstaklingra og taldi að viðskiptin gætu aðeins verið hagkvæm ef báðir aðilar að viðskiptunum myndu hagnast á þeim. Hann greindi á milli virðis í notum og virðis í viðskiptum, og taldi að ef upp kæmi ágreiningur á milli tveggja aðila um verðmæti gæða í viðskiptum þyrfti [[ríki]]ð að grípa inn í viðskiptin og ákvarða verðin. Aristóteles var jafnframt fyrsti maðurinn til að lýsa því hvaða skilyrði [[gjaldmiðill]] yrði að uppfylla; hann taldi að gjaldmiðill yrði að vera einsleitur, varanlegur, hafa innra virði og vera handhægur. Verk [[Platon]]s ''[[Ríkið (Platon)|Ríkið]]'' fjallar einnig að nokkru leyti um hagfræðileg málefni, en Plató var almennt andvígur [[eignarréttur|einkaeignarrétti]] því hann taldi að eina leiðin til að viðhalda stöðugleika væri sterkt ríkisvald.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 8-22</ref>
 
Hinn kínverski heimspekingur [[Konfúsíus]] taldi að [[skattar]] ættu að vera lagðir á framleiðslu einstaklinga, að ríkisútgjöld ættu að fylgja tekjum ríkisins, að lifnaðarhættir ættu að fara eftir samfélags[[stétt]] og að hið opinbera ætti ekki að hafa óþarflega mikil afskipti af atferli einstaklinga. Hinn [[Arabía|arabíski]] fræðimaður [[Abu Hamid al-Ghazali]] skrifaði um samfélagsleg [[velferðarfall|velferðarföll]], verkaskiptingu, og um það hvernig markaðir spretta upp náttúrulega í [[samfélag|mannlegu samfélagi]].<ref>Ekelund og Hébert (2007): 22-25</ref>
Lína 40:
 
[[Mynd:AdamSmith.jpg|thumb|180px|right|[[Adam Smith]] var klassískur hagfræðingur og einn áhrifamesti hagfræðingur allra tíma.]]
 
===Klassísk hagfræði===
:''Sjá einnig: [[Adam Smith]], [[Thomas Malthus]] og [[David Ricardo]]
Lína 48 ⟶ 49:
Árið [[1798]] kom út ritið ''Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjöldanum'' eftir Thomas Malthus, þar sem hann setti fram þá kenningu að [[fólksfjöldi]] vaxi með [[veldisvöxtur|veldisvexti]] en að [[matur|fæðuframleiðsla]] vaxi línulega og að það leiði til [[hungursneyð]]ar nema hömlur séu settar á fólksfjölgunina. Malthus taldi að slíkar hömlur væru til staðar í formi [[hjónaband]]a, [[getnaðarvörn|getnaðarvarna]] og almenns siðgæðis. Því kæmi ekki til hungursneyðar af völdum offjölgunar.<ref>''Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?'' Vísindavefurinn.</ref> [[David Ricardo]] taldi að í landbúnaði væru til staðar svokallaðar „innri jaðar-“ og „ytri jaðar“ rentur sem rynnu til landeigenda þegar verð á [[korn]]i hækkaði, og kenning hans um [[hlutfallslegir yfirburðir|hlutfallslega yfirburði]] veitti aukinn rökstuðning fyrir þeirri skoðun Adams Smith að verkaskipting væri af hinu góða. Bæði Ricardo og Malthus eru þekktir fyrir ýmis önnur hugtök og kenningar, þar á meðal [[vinnuverðgildiskenningu]] Ricardos, járnlög um laun og [[Jafngildiskenning Ricardos|jafngildiskenningu Ricardos]].<ref>Ekelund og Hébert (2007):143-150</ref><ref>''Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?'' Vísindavefurinn.</ref>
 
Ýmsir aðrir hagfræðingar eru taldir til klassíska tímabilsins. [[Jean-Baptiste Say]] er þekkstasturþekktastur fyrir [[lögmál Say]] sem segir að heildarframboð sé alltaf jafnt heildareftirspurn. [[Nassau Senior]] er þekktur fyrir [[vísindaleg aðferð|vísindalega nálgun]] sína á hagfræðileg álitaefni, fyrir að gera fyrstur hagfræðinga grein fyrir áhrifum [[tækni]]framfara á framleiðni og fyrir að líta á vexti sem greiðslu fyrir notkun [[tími|tíma]]. [[John Stuart Mill]] samræmdi klassíska hagfræði, útskýrði þróun jafnvægisverðs, lýsti [[tekjudreifing]]u samfélagsins og útskýrði hlutverk ríkisins í hagkerfinu. Margir klassískir hagfræðingar trúðu á kenningu um launasjóð, en árið [[1869]] setti Mill fram rökstuddar efasemdir um kenninguna og er það gjarna talið marka enda klassíska tímabilsins í hagfræði.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 155-182</ref>
 
===Sósíalísk hagfræði og marxismi===
Lína 63 ⟶ 64:
[[Nýklassísk hagfræði]] er heilsteypt kenning um hagrænt [[hegðun|atferli]] sem snýst um að einstaklingar hámarki [[nyt]]jar og að [[fyrirtæki]] hámarki [[hagnaður|hagnað]] með því að jafna [[jaðarkostnaður|jaðarkostnað]] og jaðarábata. Ólíkt klassískri hagfræði, þar sem virði hluta fer eftir [[beinn kostnaður|framleiðslukostnaði]], er í nýklassískri hagfræði gert ráð fyrir að virði hluta sé huglægt og að markaðsverð hagrænna gæða fari eftir samspili framboðs og eftirspurnar. [[Jaðarframleiðni]], [[jaðarnytjar]], hagræn rökvísi, [[fórnarkostnaður]] og [[Pareto-hagkvæmni]] eru önnur mikilvæg hugtök í nýklassískri hagfræði.<ref>E. Roy Weintraub. Neoclassical Economics.</ref><ref>Moshe Adler. Neoclassical economics.</ref>
 
Nýklassísk hagfræði varð til í mörgum skrefum á [[19. öld|nítjándu öld]] og í byrjun þeirrar [[20. öld|tuttugustu]]. Árið [[1838]] birti franski [[stærðfræði]]ngurinn [[Antoine-Augustine Cournot|A.A. Cournot]] líkan sitt um hagnaðarhámörkun [[einokun|einkasala]] og nýtur það viðurkenningar enn þann dag í dag. [[Verkfræði]]ngurinn [[Jules Dupuit]] var sá fyrsti til að lýsa eftirspurnarferli sem byggir á jaðarnytjum og hafði framsæknar hugmyndir um [[kostnaðar- og ábatagreining]]u. Á seinni hluta átjándu aldar átti sér stað svökölluðsvokölluð "jaðarbylting"„jaðarbylting” þegar ýmsir hagfræðingar komu á svipuðum tíma fram með kenningar um jöfnun jaðarnytja og jaðarkostnaðar. [[Carl Menger]] og [[William Stanley Jevons|W.S. Jevons]] lýstu því hvernig einstaklingar ráðstafa tekjum sínum þannig að jaðarnyt allra gæða séu jöfn. Jevons var jafnframt sá fyrsti til að aðgreina með skýrum hætti á milli jaðarnytja og heildarnytja. [[Léon Walras]] bjó til fyrsta heildarjafnvægislíkanið í hagfræði og [[Eugen Böhm-Bawerk]] setti fram öndvegiskenningar um vexti og fjármagn.<ref>Ekelund og Hébert (2007):267-335, 381-392</ref>
 
[[Mynd:Joan Robinson Ramsey Muspratt.jpg|thumb|right|180px|Joan Robinson endurbætti nýklassískar kenningar um [[einokun]] og var með helstu fylgismönnum [[John Maynard Keynes]].]]
Lína 101 ⟶ 102:
Öll samfélög - hvort heldur heimili, landsvæði eða þjóðir - geta hagnast af [[viðskipti|viðskiptum]] við hvort annað. Þetta er vegna þess að verðhlutföll innan samfélaga eru sjaldnast hin sömu. Vegna mismunandi verðhlutfalla hafa samfélög og einstaklingar [[hlutfallslegir yfirburðir|hlutfallslega yfirburði]] í framleiðslu mismunandi gæða. Þetta gerir það að verkum að með sérhæfingu í framleiðslu og viðskiptum sín á milli geta samfélög og einstaklingar notið neyslusamsetningar sem er utan við framleiðslujaðar þeirra.<ref>Mankiw og Taylor (2008): 45-53</ref>
 
[[Kenning]]in um hlutfallslega yfirburði hefur notið almennrar viðurkenningar síðan á [[19. öld]], en þó að viðskipti auki alltaf velferð samfélaga í heild sinni getur verið að frívæðing viðskipta komi illa við suma einstaklinga innan hagkerfisins. Þetta er gjarnagjarnan raunin í [[atvinnugrein]]um þar sem [[verð]] lækka við frívæðingu viðskipta. Hagrænar ákvarðanir eru kallaðar [[Pareto-hagkvæmni|Pareto-bætandi]] ef þær auka velferð að minnsta kosti eins aðila í hagkerfinu án þess að skaða velferð neins annars. Aðstæður eru kallaðar Pareto-hagkvæmar ef ekki er hægt að auka velferð neins í hagkerfinu án þess að skaða velferð einhvers annars.<ref>Facchini, G. og Willman, G. Pareto gains from trade.</ref>
 
===Markaðir===
Lína 166 ⟶ 167:
 
===Verðbólga, atvinnuleysi og hagstjórn===
: ''Sjá einnig: [[{{Aðalgrein|Verðbólga]] og [[|Atvinnuleysi]]''}}
 
: ''Sjá einnig: [[Verðbólga]] og [[Atvinnuleysi]]''
 
[[Mynd:A_developing_skyline_-_Flickr_-_Al_Jazeera_English.jpg|thumb|right|220px|Sveiflur í fjárfestingu, til að mynda í byggingariðnaði, eru mikilvægur þáttur hagsveiflunnar og hafa mikil áhrif á [[atvinnuleysi]].]]
Lína 193:
 
Vert er að hafa í huga að rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði rannsaka sömu fyrirbærin, en frá mismunandi sjónarhorni. Þessi tvö svið hagfræðinnar hafa því mikla skörun. Skilningur á tilteknum fyrirbærum getur krafist bæði rekstrar- og þjóðhagfræðilegrar nálgunar.<ref>Mint.com. The difference between macro and microeconomics.</ref>
 
===Undirgreinar===
Í hagfræði eru ýmsar undirgreinar, sem hver um sig rannsakar tiltekna gerð hagræns atferlis frá rekstrar- og/eða þjóðhagfræðilegu sjónarhorni. Sumar af þeim greinum sem taldar eru upp hér að neðan eru þverfaglegar, þ.e. á mörkum hagfræði og annarra fræðigreina.
Lína 211 ⟶ 212:
 
== Tilvísanir ==
{{Reflist|2}}
<references />
 
== Heimildir ==