„Johann Gutenberg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Gutenberg.jpg|thumb|right|Johann Gutenberg]]
'''Johann Gutenberg''' eða '''Johannes Gensfleisch zur Laden zum Gutenberg''' (um [[1398]] – [[3. febrúar]] [[1468]]) var [[Þýskaland|þýskur]] [[málmsmíði|málmsmiður]] og uppfinningamaður sem öðlaðist frægð fyrir að finna upp aðferð við að nota lausa leturstafi í [[prentun]]. Árið [[1448]] fann hann upp meðal annars málmblöndu fyrir [[letur]]gerð, [[prentblek]] með [[olía|olíu]] sem [[bindiefni]], aðferð til að steypa leturstafina í nokkru magni með mikilli nákvæmni og nýja gerð [[prentvél]]ar sem byggðist á [[vínberjapressa|vínberjapressu]]. Með því að sameina þessar nýjungar í nýtt framleiðslukerfi tókst honum að [[fjöldaframleiðsla|fjöldaframleiða]] [[bók|bækur]] með miklum hraða og meiri gæðum en þekktust í prentvinnslu fram að því. Hin nýja prenttækninprenttækni olli byltingu í [[bókaútgáfa|bókaútgáfu]] og þar með útbreiðslu hugmynda og lærdóms í allri [[Evrópa|Evrópu]].
 
Árið [[1455]] sýndi Gutenberg fram á getu þessarar nýju tækni með því að prenta [[Biblía|Biblíu]] í tveimur bindum og selja fyrir 300 [[flórína|flórínur]] eintakið. Þetta var umtalsvert lægra verð en handskrifuð Biblía kostaði áður. Í dag eru þekkt ellefu heil eintök af [[Gutenbergbiblían|Gutenbergbiblíunni]]. Biblían var þó ekki fyrsta prentaða bókin sem Gutenberg gaf út þar sem hann hafði áður gefið út ''Ars Minor'', hluta af kennslubók [[Aelius Donatus]] í [[latína|latneskri]] [[málfræði]].