„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 31.209.224.132 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bragi H
Lína 1:
[[Mynd:Cliffs_of_Heimaey%2C_Vestmannaeyjar%2C_Iceland.jpg|thumb|right|FrFrá Vestmannaeyjum]]
'''Tyrkjaránið''' var atburður í [[Saga Íslands|sögu Íslands]] sem átti sér stað á fyrri helmingi [[17. öldin|17. aldar]] þegar [[sjórán|sjóræningjar]] rændu fólki í [[Grindavík]], [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á [[Austfirðir|Austfjörðum]] og seldu í [[þrælahald|þrældóm]] í [[Barbaríið|Barbaríinu]]. Nokkuð af fólkinu var síðar [[lausnargjald|leyst út]] og tókst að snúa heim aftur og segja sögu sína. Þekktust þeirra eru [[Guðríður Símonardóttir]] ([[Tyrkja-Gudda]]), sem síðar giftist [[Hallgrímur Pétursson|Hallgrími Péturssyni]] og [[Halldór Jónsson hertekni]], sem síðar varð [[lögréttumaður]] og bjó á [[Hvaleyri]] við [[Hafnarfjörður |Hafnarfjörð]].
==
 
== Ræningjarnir ==
[[Jan Janszoon]] van Haarlem var hollenskur sjóræningi sem gengið hafði í þjónustu [[Ottómanaveldið|Ottómanaveldisins]] og kallaðist þar oftast Murat Reis aðmíráll. Hann varð fyrsti landstjóri og stóraðmíráll borgríkisins [[Salè]] á strönd [[Marokkó]], en höfnin þar var miðstöð [[Sjóræningjar frá Barbaríinu|sjóræningja]] sem herjuðu á nærliggjandi hafsvæði. Árið 1627 skipaði Janszoon dönskum þræl úr áhöfn sinni sem hafði komið til Íslands, að stýra skipi sínu þangað sem engum hafði áður dottið í hug að fremja sjórán. Annað skip, sem var frá [[Algeirsborg]], lagði einnig af stað í ránsferð til Íslands en kom þangað mun síðar og er ekki ljóst hvort skipin höfðu eitthvert samflot í upphafi eða samráð um Íslandsferðina.