„Hernám Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
Bretavinnan varð til þess að kreppan tók enda hér á landi og það mikla atvinnuleysi sem hafði verið á landinu í all nokkurn tíma tók enda. Engir flugvellir voru á landinu og þar sem breska hernámsliðinu lá á að hefja eftirlit úr lofti sendi breski flotinn strax sveit lítilla sjóflugvéla sem starfaði á Íslandi um sumarið. Einnig huggðust þeir á flugvallagerð í Vatnsmýrinni og reisa upp braggahverfi ásamt öðrum framkvæmdum víðs vegar um landið. En til þess þurftu þeir vinnuafl. Mikið atvinnuleysi hafði geysað á Íslandi og var ástand mjög slæmt. En með komu hernámsliðsins fengu íslenskir verkamenn næg verkefni við að grafa skurði, reisa byggingar, girða, leggja vegi og flugbrautir. Bretar borguðu mun hærri laun en Íslendingar höfðu nokkurn tíman áður þekkt og var því mjög eftirsóknarvert að vinna fyrir Breta. Þar fyrir utan fara Íslendingar að græða á siglingum með fisk til Bretlands. <ref>Ísland í aldanna rás.</ref>
 
Atvinnuleysið minnkaði verulega og loks árin 1941-42 var enginn skráður atvinnulaus. Bretavinnan hófst svo að segja strax á hernámsdaginn og ekki leið langur tími þar til flest öll iðnaðarfyrirtæki í Reykjavík og víðar voru að drukkna í verkefnum. Einnig þurfti iðnaðarmenn í braggabyggingar, bílstjórar voru vinsælir og þeir sem kunnu eitthvað í ensku voru ráðnir sem túlkar. Einnig réðu þeir eftirlitsmenn með flugvélaferðum þrátt fyrir að skipverjar og símastöðvarfólk þyrfti að tilkynna alla flugvélaumferð til lögreglu. Þetta ferli krafðist þess að Landsíminn væri opinn allan sólarhringinn, sem hann var. Læknar og hjúkrunarfólk bjó sig undir að taka á móti særðum og skátar stofnuðu sveit til að annast hjálp í viðlögum. Einnig sóttu breskir hermenn mikið í að fá ískenskaríslenskar húsmæður til að þvo föt og annað og varð Bretaþvotturinn vinsælt starf. Þvotturinn var þó gagnrýndur fyrir „náin“ kynni hermanna við fjölskyldur. Einnig á Bretavinnan þátt í þéttbýlismyndun á Íslandi þar sem hernum vantaði meira vinnuafl en fékkst í Reykjavík og margir sveitamenn flykktust til borgarinnar til að fá vinnu. <ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 83-85.</ref> Á örskömmum tíma hafði kreppan og þetta mikla atvinnuleysi sem Íslendingar höfðu þurft að þola gufað upp og þjóðin hafði aldrei staðið betur fjárhagslega.
 
== Bandaríkjamenn ==