Munur á milli breytinga „Nerva“

91 bæti bætt við ,  fyrir 6 árum
m
mynd við
m (Vélmenni: en:Nerva er gæðagrein; útlitsbreytingar)
m (mynd við)
 
=== Þjóðfélagsþjónusta ===
[[Mynd:Bust of emperor Nerva.jpg|thumb|right|150px|brjóstmynd af Nerva frá einkasafni.]]
Ekki er mikið vitað um fyrrihluta ferils Nerva. Þó er ekki talið líklegt að hann hafi farið hinar hefbundnu leiðir eins og í herinn sem tíðkaðist yfirleitt á tímum Rómaveldis. Samkvæmt [[Tacítus]]i var Nerva kosinn [[praetor]] á valdatíma [[Neró]]s árið [[65]] og lék þar Nerva mikilvægt hlutverk í að svifta hulunni af pisonian samsærinu og fékk fyrir það mikinn heiður og styttur af sér í kringum höllina. Nerva og [[Vespasíanus]] störfuðu báðir sem aðstoðarmenn Nerós og því er ekki fráleitt að Nerva hafi þurft að gæta hins unga [[Domitíanus]]ar þegar Vespasíus var sendur í burtu til að kveða niður gyðingauppreisnina árið [[67]]. Í kjölfarð á dauða Nerós árið [[68]] var Nerva hliðhollur flavísku ættinni á meðan borgarastyröldinni stóð árið [[69]], hinu svokallaða [[ár keisaranna fjögurra|ári keisaranna fjögurra]]. Það ár varð Nerva vitni að valdatöku og falli [[Galba]], [[Otho]]s og [[Vitellius]]ar og að lokum valdatöku Vespasíanusar, fyrsta keisarans af flavísku ættinni. Nerva hélt áfram að þjóna Vespasíanusi og árið [[71]] fékk Nerva svo loksins verðlaun fyrir tryggð sína með sínu fyrsta ráðgjafastarfi. Hann hélt svo áfram að þjóna sem ráðgjafi undir báðum sonum Vespasíanusar, [[Títus]]i og Dómitíanusi.
 
1

breyting