„Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna''' var samningur sem gerður var um varnir Íslands milli Íslands og Bandaríkjanna 5. maí 1951. Sa...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna''' var [[samningur]] sem gerður var um [[varnir Íslands]] milli [[Ísland]]s og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] [[5. maí]] [[1951]]. Samningurinn var undirritaður af [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarna Benediktssyni]] utanríkisráðherra og [[Edward B. Lawson]] sendiherra. Með samningnum fengu Bandaríkjamenn afnot af svæði við [[Keflavíkurflugvöllur|KeflavíkurflugvelliKeflavíkurflugvöll]] og reistu þar [[Keflavíkurstöðin]]a, en Íslendingar tóku við borgaralegu flugi á flugvellinum. [[Varnarlið Íslands]] var stofnað sama ár.
 
Í samningnum voru ákvæði um tólf mánaða uppsagnarfrest að undangenginni endurskoðun á þörf fyrir hervernd á vegum [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]]. Þann [[15. mars]] [[2006]] tilkynnti Bandaríkjaher að Íslenska varnarliðið yrði lagt niður og að Bandaríkjamenn myndu uppfylla samninginn með því að senda herlið til Íslands ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið var Keflavíkurstöðinni lokað.