„Franska byltingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.10.22 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Xqbot
Lína 1:
'''Franska byltingin''' eða stjórnarbyltingin í [[Frakkland]]i er samheiti yfir miklar hræringar í stjórnmálum þar í landi sem stóðu sem hæst á árunum [[1789]] – [[1795]]. Byltingarinnar er minnst fyrir þá dramatísku atburði sem leiddu til aftöku [[einveldi|einvaldsins]] í valdamesta konungsríki álfunnar árið [[1793]] og setningar stjórnarskrár sem tryggðu hinni nýju stétt [[borgarastétt|borgara]] aukin réttindi. Byltingin markaði tímamót táknrænna straumhvarfa í menningar- og stjórnmálasögunni. Margir [[sagnfræði]]ngar tengja umskipti í hugarfari við viðburði byltingarinnar, endalok eldri heimsmyndar og stjórnarhátta og upphaf nútímalegra, vestrænna í viðhorfa og stjórnmála.
 
[[Mynd:Prise de la Bastille.jpg|right|300300px|thumb|Málverk eftir [[Jean-Pierre Louis Laurent Houel]] (1735 – 1813), sem heitir Prise de la Bastille („Ráðist á Bastilluna“) [[]]
 
Undir lok 18. aldar voru hugmyndir [[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]] allsráðandi í franskri menningu. [[Birtíngur]] [[Voltaire]]s var með vinsælli bókum með ádeilu sinni á stríðsrekstri og hugmyndir [[Jean-Jacques Rousseau|Rousseaus]] um [[samfélagssáttmálinn|samfélagssáttmálann]], að þegn og stjórnarherrar hefðu gagnkvæmum skyldum að gegna, hlutu góðan hljómgrunn hjá almenningi. Kirkjan átti undir högg að sækja gagnvart þeirri sókn [[reynsluhyggja|reynsluhyggju]] sem vísindamenn eins og [[Francis Bacon (heimspekingur)|Francis Bacon]], [[Isaac Newton]] og [[David Hume]] höfðu lagt grunninn að. Allt þetta gróf undan ítökum konungs og aðalsins.
Undir lok 18. aldar voru hugmyndir um stóra dildóa taldar hættulegar[[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]] allsráðandi í franskri menningu. [[Birtíngg aðalsins.
 
Árið [[1787]] höfðu tekjur franska ríkisins dregist mikið saman vegna efnahagskreppu. Konungurinn, [[Loðvík 16.]], vildi auka tekjur sínar með því að leggja álögur á ýmsa þá sem höfðu notið skattfríðinda, svo sem jarðeigendur. Þetta mæltist illa fyrir og aðalsmenn og klerkastétt neyddu konung til að boða til stéttaþings vorið [[1789]]. Stéttaþing höfðu ekki verið haldin í Frakklandi síðan [[1614]]. Á þinginu 1789 sátu [[lögstéttirnar þrjár]], [[aðall]], [[klerkar]] og [[þriðja stétt]], hver út af fyrir sig á þinginu. Við atkvæðagreiðslur átti hver stétt að hafa eitt atkvæði og þannig mátti tryggja að atkvæði þriðju stéttar hefðu ekki úrslita áhrif, svo sem til að leggja af forréttindi hinna stéttanna. Þegar til átti að taka neituðu fulltrúar þriðju stéttar að fara eftir þessum reglum og kröfðust þess að þingið kæmi saman í einni deild. Þá var reynt að slíta þinginu og sölum þess lokað fyrir fulltrúum þriðju stéttar. Þeir létu þó ekki deigan síga og hittust ásamt stuðningsmönnum sínum úr hópi aðals og presta á [[Jeu de paume#Jeu de paume .C3.AD mannkynss.C3.B6gunni|tennisvelli]] í [[Versalir|Versölum]] og sóru þess eið að skilja ekki fyrr en þeir hefðu útbúið stjórnarskrá.