„Fátækt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m →‎Tenglar: +commons
Lína 7:
Eins og fram hefur komið hefur hugtakið fátækt mismunandi vægi eftir því hvernig þeir hópar fólks sem verið er að bera saman eru skilgreindir. Til einföldunar eru fátækar þjóðir eða ríki nefnd [[þróunarland|þróunarlönd]] sem vísar til þess að þau séu styttra á veg komin á leið sinni til að skapa samfélaginu auð. Rannsóknir á fátækt eru tiltölulega nýlegar, fyrstu rannsóknirnar voru framkvæmdar af bretanum [[Seebohm Rowntree]] árið [[1899]].
 
Dæmi um mælikvarða sem notaður er við ákvörðun algildrar fátæktar er að einstaklingur fái mat sem inniheldur a.m.k. 2000-2500 [[hitaeining]]ar á dag. [[Alþjóðabankinn]] skilgreinir það sem ''sára fátækt'' ef einstaklingur notar minna en 1 [[bandarískur dollari|$]] á dag miðað við [[kaupmáttarjöfnuður|kaupmáttarjöfnuð]]. Jafnframt skilgreinir hann það sem ''meðal fátækt'' sé neyslan innan við 2 $. Árið [[2001]] var áætlað að 1,1 milljarður manna byggi við sára fátækt og 2,7 milljarðurmilljarðar meðal fátækt. Samanlagt tæplega helmingu [[mannkyn]]s. Þó eru ljósir punktar því að sár fátækt hefur fallið úr 28% árið [[1990]] og í 21% árið 2001. Mestar framfarir hafa orðið í Austur- og Suður-Asíu. Í [[Afríka sunnan Sahara|Afríku sunnan Sahara]] hefur [[landsframleiðsla|VLF]]/mann dregist saman um 14% og fátækt aukist úr 41% og í 46% árið 2001. Að öðru leyti hefur heldur lítil breyting orðið á stöðu fátæktar í heiminum. Í fyrrum [[Austantjaldsland|AustantjaldslöndinAustantjaldslöndunum]] jókst fátækt á fyrstu árunum eftir fall [[Berlínarmúrinn|Berlínarmúrsins]] er þessi ríki skiptu úr miðstýrðum efnahag yfir í [[markaðsskipulag]].
 
Af öðrum vísbendingum má nefna að meðal lífslíkur í þróunarlöndum hafa aukist síðan í lok [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldarinnar]]. Í Afríku sunnan Sahara eru meðal lífslíkur sem stendur u.þ.b. 47 ár sem er ríflega tvöföldun frá því hálfri öld fyrr. [[Barnadauði]] hefur minnkað um allan heim. Hlutfall þeirra sem hafa aðgang að innan við 2.200 hiteiningar af mat á dag hefur minnkað úr 56% á sjötta áratugnum niður í innan við 10% á tíunda áratugnum. Læsi í heiminum jókst úr 52% árið 1950 og í 80% 1999. Hlutfallslega hefur læsi kvenna miðað við karla aukist úr 59% árið [[1970]] í 80% árið 2000. Hlutfall barna í vinnu hefur einnig lækkað úr 24% árið 1960 og niður í innan við 10% árið 2000.
 
== Ástæður fátæktar ==