„Orrustan við Stanfurðubryggju“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
== Haraldur harðráði ==
Norðanáttin var aftur á móti hagstæð Haraldi harðráða Noregskonungi, sem þetta sumar fór á stúfana og hugsaði sér að hertaka England. Haraldur gerði bandalag við hinn útlæga bróður Englakonungs, [[Tósti jarl|Tósta jarl]], sem taldi sig ekki síður eiga rétt á konungdæminu. Haraldur sigldi frá [[Noregur|Noregi]] með mikið lið á þrjú hundruð skipum og gekk á land í Norður-Englandi. Haraldur Guðinason fór með Englendingum gegn nafna sínum frá Noregi og háðu þeir orrustu mikla við Stanfurðubryggju. Englendingar höfðu betur og þeir Tósti jarl og Haraldur harðráði féllu með miklu af liði sínu þann [[25. september]] [[1066]].
 
Sonur Haralds harðráða, [[Ólafur kyrri]], var ekki í orrustunni því að hann var að gæta skipanna. Hann fékk leyfi til að yfirgefa England með því sem eftir var af norska hernum, gegn loforði um að ráðast aldrei á England. Fóru þeir til Noregs á 24 [[langskip]]um.
 
== Orrustan við Hastings ==