„Njálsbrenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út innihaldi með „'''Njálsbrenna''' er atburður í Njálu þar bærinn Bergþórshvoll var brenndur og inn í honum brenna Njáll og Bergþóra kona hans og synir...“
m Tók aftur breytingar 82.148.69.2 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Snaevar
Lína 1:
'''Njálsbrenna''' er atburður í [[Njála|Njálu]] þar bærinn [[Bergþórshvoll]] var brenndur og inn í honum brenna Njáll og Bergþóra kona hans og synir þeirra.
 
Mörður hafi misst alla fylgjendur sína til Höskulds sem var vinsælli goðorðsmaður en hann. Valgarður faðir Marðar ráðlagði honum að snúa Höskuldi og Njálssonum á móti hvor öðrum til að fá fylgið aftur. Mörður gerðist mikill vinur Njálssona. Mörður reyndi að eggja Höskuld í víg gegn Njálssonum en Höskuldur sagðist frekar vilja deyja af þeim en að hann geri þeim nokkuð illt. Mörður reyndi þá að eggja Njálsyni í víg gegn Höskuldi og það tókst. Saman fóru þeir allir til Ossabæjar um morguninn og Skarphéðinn drap Höskuld en allir veittu þeir honum mein. Mörður lýsti vitlaust frá drápinu og sleppti hans þáttöku. Málið var gert ónýtt í gegnum lagalegu leiðina.
 
Flosi var reiður yfir dauða Höskulds og bað frændur sína um að fjölmenna á þing. Flosi og menn hans stoppa við í Ossabæ hjá Hildigunni. Hildigunnur lét hann hafa blóðugu skikkju Höskuldar og eggjaði hann óbeint til hefnda.Njálssynir fá mikla liðveislu á þingi. Dæmendur vildu ekki nota utanferðir og því ákváðu þeir að gera Höskuld dýrari en nokkurn annan, hann átti að vera bættur þremur manngjöldum (600 silfur). Menn lögðu í púkk og brátt hafði peningurinn safnast fyrir í haug en Njáll lagði silkislæður ofan á hrúguna. Þegar Flosi tók við sættinni lyfiti hann klæðunum upp og sakaði Njál um hommaskap. „ karl hinn skegglausi, því margir vita eigi, er hann sjá, hvort hann er karlmaður eða kona.“. Skarphéðinn svaraði fyrir föður sinn og kastaði bláum brókum til Flosa og sagði hann þurfa þær þegar hann verður brúður Svínfellsáss níundu hverja nótt. Flosi neitaði að taka við fénu og sagði að hann myndi hefna.
 
Flosi talaði við hópinn sem vildi Njálssyni dauða, þeir ákváðu að hittast á drottinsdag undir Þríhyrningshálsum og fara saman til Bergþórshvols og ráðast á þá með járni og eldi. Þeir sem myndu ekki mæta yrðu drepnir. Hróðný frétti að Ingjaldur frá Keldum, bróðir hennar ætlaði að vera með í aðför gegn Njálssonum og lét Njál vita að vera varkár yfir sumarið. Grímur og Helgi voru að fara til annars bæjar þegar þeir hittu förukonur sem sögðust hafa séð Flosa með marga menn, þeir snúa þá aftur til Bergþórshvols.
 
Þegar Flosi og menn hans komu að Bergþórshvoli stóðu þrír tugir fyrir utan. Njálssynir og Kári ásamt húskörlum. Njáll sagði fólkinu sínu að koma inn í hús og verjast þar. Flosi náði ekki að komast inn vegna mikillar mótstöðu svo þeir ákváðu að brenna þá inni. Þeir kveiktu í arfasátunni en Njáll fékk hann til að hleypa konum, börnum og húskörlum út. Helgi Njálsson reyndi að fara í kvennmannsklæði til að laumast út en það uppgvötaðist. Flosi hjó höfuðið af Helga. Flosi bauð Njáli og Bergþóru að fara út en Njáll sagðist frekar vilja brenna inni en að lifa við þá skömm að vera of gamall til að hefna sona sinna. Bergþóra vildi deyja með bónda sínum. Þau lögðust til hvílu sinnar, signdu sig og lögðu uxahúð yfir sig. Kári náði að sleppa út og Grímur og Skarphéðinn tróðu eldinn en Grímur féll dauður niður í honum miðjum. Skarphéðinn hélt áfram en þá féll þekjan og hann festist þar á milli hennar og gaflhlaðsins.