„Njálsbrenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Flosi talaði við hópinn sem vildi Njálssyni dauða, þeir ákváðu að hittast á drottinsdag undir Þríhyrningshálsum og fara saman til Bergþórshvols og ráðast á þá með járni og eldi. Þeir sem myndu ekki mæta yrðu drepnir. Hróðný frétti að Ingjaldur frá Keldum, bróðir hennar ætlaði að vera með í aðför gegn Njálssonum og lét Njál vita að vera varkár yfir sumarið. Grímur og Helgi voru að fara til annars bæjar þegar þeir hittu förukonur sem sögðust hafa séð Flosa með marga menn, þeir snúa þá aftur til Bergþórshvols.
 
Þegar Flosi og menn hans komu að Bergþórshvoli stóðu þrír tugir fyrir utan. Njálssynir og Kári ásamt húskörlum. Njáll sagði fólkinu sínu að koma inn í hús og verjast þar. Flosi náði ekki að komast inn vegna mikillar mótstöðu svo þeir ákváðu að brenna þá inni. Þeir kveiktu í arfasátunni en Njáll fékk hann til að hleypa konum, börnum og húskörlum út. Helgi Njálsson reyndi að fara í kvennmannsklæði til að laumast út en það uppgvötaðist. Flosi hjó höfuðið af Helga. Flosi bauð Njáli og Bergþóru að fara út en Njáll sagðist frekar vilja brenna inni en að lifa við þá skömm að vera of gamall til að hefna sona sinna. Bergþóra vildi deyja með bónda sínum. Þau lögðust til hvílu sinnar, signdu sig og lögðu uxahúð yfir sig. Kári náði að sleppa út og Grímur og Skarphéðinn tróðu eldinn en Grímur féll dauður niður í honum miðjum. Skarphéðinn hélt áfram en þá féll þekjan og hann festist þar á milli hennar og gaflhlaðsins.