„Bragfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Vogone (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 85.220.112.158 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 85.220.13.32
Lína 1:
'''Bragfræði''' er sú undirgrein [[bókmenntafræði]], sem fjallar um uppbyggingu ''hefðbundins kveðskapar'', svo sem [[Dróttkvæði|dróttkvæða]], [[Eddukvæði|Eddukvæða]] og [[rímnahættir|rímnahátta]] og hefur verið hluti ljóðagerðar frá örófi alda. '''Íslensk bragfræði''' hefur strangar reglur um ''ljóðstafi'', [[hrynjandi]] og [[rím]], auk þess hvernig skýra megi [[heiti og kenningar]] orða. ''[[Skáldskaparmál]]'' [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]] fjallar m.a. um bragfræði.
 
==Ljóðstafir==
{{Aðalgrein|Ljóðstafir}}
'''Ljóðstafir''' skiptast í '''stuðla''' og '''höfuðstafi''', og eru svipuð eða eins hljóð í upphafi atkvæða, sem eru endurtekin með reglulegu og taktföstu millibili til þess að tengja eina eða tvær ljóðlínur saman. Stuðlar geta verið einn eða tveir (fer eftir bragarhætti) og standa ávallt saman í línu, en höfuðstafur er ávallt einn og fylgir ýmist í næstu línu á eftir eða aftast í sömu línu (fer eftir bragarhætti). '''Sérhljóðar''' stuðla hver við annan og stundum líka við „j“ (einkum í fornum kveðskap) en '''samhljóðar''' stuðla saman (r-r, l-l o.s.frv.). Um orð sem byrja á „s“ gilda sérstakar reglur, og fer rétt stuðlasetning eftir hljóðunum sem á eftir koma þannig að orðin byrji á sams konar hljóðum. Þannig stuðlar orðið „strákur“ við „stelpa“ eða „starf“ en ekki við t.d. „slæpingi“ eða „skíði“. Sérreglur um s eru þær að sk- stuðlar eingöngu við sk-, sp- við sp- og st- við st-. Þetta kallast '''gnýstuðlar'''. Vegna mismunandi framburðar eftir landshlutum þykir mörgum rangt/ljótt að stuðla „hv-“ saman við „kv-“ þótt flestir beri hljóðin eins fram. Það fer eftir lengd ljóðlínu og hrynjandi hvar stuðlar eiga að vera.
 
Dæmi um rétt stuðlaða vísu (stuðlar og höfuðstafir feitletraðir):
 
:'''Þ'''að minn uggir '''þ'''ankabás,<br>
:'''þ'''að við stuggi mörgum,<br>
:að '''f'''ara í muggu '''f'''rá Laufás<br>
:'''f'''ram að Skuggabjörgum.<br>
(Gömul vísa úr Höfðahverfi, höfundur óþekktur og beygir ''Laufás'' ekki skv. nútímavenju).
 
==Hrynjandi==
{{Aðalgrein|Hrynjandi}}
'''Hrynjandi''' er taktur sem þarf að gæta að til þess að ljóð fylgi bragfræðireglum. Hrynjandi er vanalega talin í [[taktbil]]um sem kallast '''kveður''' sem geta verið „rísandi“ eða „hnígandi“ eftir því hvort áhersluatkvæði er fyrst eða síðast í viðkomandi kveðu. Fyrsta kveða í braglínu er kölluð '''hákveða''', og svo skiptast á hákveður og '''lágkveður'''. Stundum kemur áherslulaus '''forliður''' á undan fyrstu kveðu. Kveður kallast '''tvíliður''' eða '''þríliður''' eftir atkvæðafjölda. Bragarháttur kveður á um hvernig hrynjandin á að vera og hvernig stuðlar og höfuðstafir raðast á kveður, en ávallt gildir að ekki má vera of langt á milli ljóðstafa, stuðlarnir mega ekki vera báðir í lágkveðu (í ferskeyttum háttum verður annar þeirra að vera í síðustu hákveðu) og höfuðstafur er alltaf í fyrstu hákveðu.
 
Dæmi um vísu með hnígandi tvíliðum með einföldum forlið í þrem fyrstu línum (áherslusérhljóði feitletraður):
 
:Þeir '''e'''ltu h'''a'''nn á '''á'''tta h'''ó'''fahr'''ei'''num<br>
:og '''a'''ðra tv'''e'''nna h'''ö'''fðu þ'''ei'''r til r'''ei'''ðar,<br>
:en Sk'''ú'''li g'''a'''mli s'''a'''t á S'''ö'''rla '''ei'''num<br>
:sv'''o''' að h'''e'''ldur þ'''ó'''tti g'''o'''tt til v'''ei'''ðar.<br>
(Grímur Thomsen: „Skúlaskeið“)
 
==Rím==