„Þágufall“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Þágufall í íslensku: Farið eftir Íslensku máli eftir Gísla Jónsson, Mbl, 1981, 3. maí, bls. 7.
Lína 27:
* '''Tímaþágufall''': Gefur til kynna hvenær eitthvað gerist. Dæmi: „Stúlkan las ''öllum stundum''.“ (ath. muninn á tímaþágufalli og tíma[[þolfall]]i í íslensku; þágufallið gefur til kynna ''hvenær'' eitthvað gerist eða innan hvaða tímabils en þolfallið gefur til kynna ''hversu lengi'' eitthvað varir. Sbr. „Stúlkan las ''allan daginn''“).
* '''Tækisþágufall''' (eða '''verkfærisþágufall''' eða '''verkfærisfall'''): Tækisþágufall er forsetningalaust og merkir „með hverju“ eitthvað er gert. Dæmi af þessu eru miklu fleiri í fornu máli en nýju, en tækisþágufallið lifir þó góðu lífi í nokkrum orðtökum og föstum orðasamböndum. Dæmi: „Að taka einhvern höndum“, „taka djúpt í árinni“ (tækisþágufallið felur forsetninguna „með“, að taka djúpt í (með) árinni). „Jón var stunginn ''rýtingi''“, „konan kastaði ''spjóti''“, „heita eða játa ''því''.“<ref> [http://www.ebooksread.com/authors-eng/henry-sweet/icelandic-primer-with-grammar-notes-and-glossary-u01/page-2-icelandic-primer-with-grammar-notes-and-glossary-u01.shtml Icelandic Primer with Grammar, Notes and Glossary]</ref> Einnig „þunnu hljóði“ í málshættinum „[[wikt:en:þegja þunnu hljóði|þegja ''þunnu hljóði'']]“ úr [[Hávamál]]um.
* '''Háttarþágufall''': er náskylt tækisfallinu og segir það „með hverjum hætti“ eitthvað gerist. Dæmi: „Þeir unnu ''baki brotnu''“; „þeir unnu ''hörðum höndum''“. Fara ''huldu höfði''. Ganga „þurrum fótum“ yfir aá eða láta öllum „illum látum“.
* '''Þágufall mismunarins''': Gefur til kynna mismun á einhverju sem borið er saman. Dæmi: „Jón er ''miklu'' stærri en Halldór.“
* '''Þágufall samanburðarins''': Gefur til kynna eitthvað sem eitthvað annað er borið saman við. Dæmi: „Enginn er ''öðrum'' fremri í þessu“; „Maður á að hlusta á ''sér'' vitrari menn.“