„Forseti Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
bætti við að afmælisdagur sitjadi forseta á hverjum tíma er fánadagur
Lína 3:
'''Forseti Íslands''' er [[þjóðhöfðingi]] og æðsti embættismaður [[lýðveldi]]sins [[Ísland]]s. Forsetinn er [[Forsetakosningar á Íslandi|þjóðkjörinn]] til fjögurra ára í senn og er eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinni kosningu. Samkvæmt [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskrá Íslands]] er forsetinn æðsti handhafi [[framkvæmdavald]]sins og annar handhafi [[löggjafarvald]]sins. Í reynd er þátttaka forsetans í löggjöf eða stjórnarathöfnum yfirleitt aðeins formsatriði þannig að hann hefur ekki aðkomu að efni löggjafar eða stjórnarathafna. Þó er viðurkennt að hann getur haft áhrif á stjórnarmyndunarviðræður og jafnvel skipað [[utanþingsstjórn]] ef aðstæður til þess eru uppi. Jafnframt hefur forsetinn vald til þess að synja lagafrumvarpi frá [[Alþingi]] staðfestingar og leggja það í dóm þjóðarinnar í [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] en á það hefur reynt í þrisvar sinnum í sögu embættisins. Í fjarveru forsetans fara [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]], [[forseti Alþingis]] og forseti [[Hæstiréttur Íslands|Hæstaréttar]] saman með vald forsetans.
 
Flest störf forsetans eru táknræn og er stundum sagt um embættið að það eigi að vera [[sameiningartákn]] þjóðarinnar. Á meðal hefðbundinna embættisverka forsetans er að flytja þjóðinni ávarp á nýársdag, að ávarpa Alþingi við setningu þess jafnframt því sem forsetinn setur Alþingi formlega, að veita [[Fálkaorðan|fálkaorðuna]] og ýmis verðlaun á vegum embættisins og félagasamtaka. Forsetinn tekur einnig á móti erlendum þjóðhöfðingjum og öðrum hátt settum gestum í [[opinber heimsókn|opinberum heimsóknum]] á Íslandi og fer sjálfur í opinberar heimsóknir til annara ríkja. Aðsetur forseta Íslands er á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] á [[Álftanes]]i en embættið hefur jafnframt skrifstofu í húsinu Staðastað við Sóleyjargötu 1 í [[Reykjavík]]. Afmælisdagur forsetan hverju sinni er [[Íslenski fáninn|Íslenskur fánadagur]].
 
Frá tilurð embættisins við [[Lýðveldishátíðin 1944|lýðveldisstofnunina]] [[17. júní]] [[1944]] hafa fimm einstaklingar gegnt embættinu. Þeirra fyrstur var [[Sveinn Björnsson]]. Árið [[1980]] var [[Vigdís Finnbogadóttir]] [[Forsetakosningar á Íslandi 1980|kjörin]] forseti Íslands og varð þar með fyrsti kvenkyns þjóðkjörni þjóðhöfðinginn í heiminum. Núverandi forseti er dr. [[Ólafur Ragnar Grímsson]], sem situr sitt fimmta kjörtímabil.