„Harpa (mánuður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 36:
Hátíðir í sumarbyrjun eru áræðalega mjög gamlar þótt ekki séu margar öruggar heimildir til um þær. Í Ynglinga sögu er getið um ''sumarblót'' í ríki Óðins konungs og í Egils sögu og Ólafs sögu helga er minnst á ''sumarblót'' bænda í Noregi. Adam frá Brimum lýsir á 11. öld höfuðblóti Svía um vorjafndægur í Uppsölum. Um sumarblót á Íslandi sést einungis getið í Vatnsdæla sögu en þar virðist ekki vera verið að lýsa almennri venju enda tekið fram að um einkablót Ljót á Hrolleifsstöðum.
 
Örugg heimild um sumarglaðning sést ekki fyrr en í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld. Þar nefna þeir sumardaginn fyrsta sérstaklega sem sumarhátíð þar sem fólk gerði vel við sig í mat og drykk. Um miðja 19. öld þegar skipulega er byrjað að safna alþýðu heimildum kémurkemur fram að sumardagurinn fyrsti hafi verið mesta hátíð næst á eftir jólunum. Sumargjafir hafa því sennilega tíðkast lengi á og kringum upphaf hörpu og sumardaginn fyrsta.
 
Í seinni tíð hefur [[Skátahreyfingin|skátahreyfingin]] haldið uppi hátíð á þessum degi með skátamessum og skrúðgöngum. Einnig hefur það færst í vöxt að bæjarfélög haldi ýmiskonar hátíðarhöld, oftast fyrir börn og á stærri stöðum eins og Reykjavík er þeim skipt niður og haldnar hverfishátíðir.
 
== Tengt efni ==