„Sahrawi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Sahrawi''' eða '''Sahrawi-þjóðin''' er þjóðflokkur sem býr í vesturhluta Sahara-eyðimerkurinnar, einkum í Vestur-Sahara sem að mestu er hernumið af Ma...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. apríl 2014 kl. 00:30

Sahrawi eða Sahrawi-þjóðin er þjóðflokkur sem býr í vesturhluta Sahara-eyðimerkurinnar, einkum í Vestur-Sahara sem að mestu er hernumið af Marokkóstjórn, en einnig innan viðurkenndra landamæra Marokkó, í Máritaníu og í flóttamannabúðum í Alsír.

Menning Sahrawi-fólksins er líkt og algengt er í Sahara-eyðimörkinni afar blönduð af berbneskum og túaregískum áhrifum, sem birtist meðal annars í sterkri stöðu kvenna. Sahrawi skiptast í fjölda ættbálka sem flestir tala hassarísku, arabíska mállýsku, en aðrir notast við berbísk tungumál.