„Morð á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Soffiash (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Soffiash (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 86:
 
* [[1997]] - [[1. janúar]] - Sigurgeir Bergsson (1977-) stakk stjúpföður sinn í hálsinn með hníf eftir rifrildi þeirra á milli á nýársnótt. Hnífurinn skar sundur slagæð í hálsi svo maðurinn lést samstundis. Báðir voru mennirnir taldir mjög ölvaðir. Sigurgeir var dæmdur til '''10''' ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjaness í maí 1997. ''Heimildum ber ekki saman um morðvopn né aldur geranda svo ekki er unnt að fullyrða þessar upplýsingar. Þar að auki eru upplýsingar um þetta mál lítt aðgengilegar.'' <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2949455 Stakk manninn í hálsinn með hníf][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/334184/ Tíu ára fangelsisvist fyrir manndráp]</ref>
 
* [[1997]] - [[13. maí]] - Sigurður Sigmundsson (1971-1997) lést af völdum mikilla höfuðáverka. Átök höfðu brotist út á nektarstaðnum Vegas á Laugarvegi sem enduðu með því að Sigurður fékk högg á höfuð og féll harkalega í gólfið. Í kjölfarið missti hann meðvitund og sjúkrabíll var kallaður á staðinn, en það tók hann um 10 mínútur að komast á vettvang. Sigurður komst aldrei til meðvitundar og lést af völdum heilablæðingar 14. maí 1997. Fjórir menn voru handteknir í kjölfar árásarinnar á Vegas en tveimur þeirra var sleppt mjög fljótlega. Mál þetta var allt saman mjög óljóst, vitnum bar ekki saman um hver gerði hvað og niðurstöður læknisvottorða um ástand Sigurðar gáfu óskýra mynd. Tveir menn voru að lokum kærðir fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða, þeir Sverrir Þór Einarsson (1962-) og Sigurþór Arnarson (1973-). Bentu þeir ítrekað á hvorn annan við rannsókn málsins. Sverrir hlaut á endanum '''2''' ára fangelsisdóm fyrir aðild sína en Sigurþór var sýknaður af Héraðsdómi sökum skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur dró sýknu Héraðsdóms til baka og dæmdi Sigurþór til '''2 ára og 3 mánaða''' fangelsisvistar. Sigurþór sat inni í átján mánuði en hann kærði niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hafði dæmt Sigurþór á mjög veikum grunni og mikið skorti af sönnunargögnum og skilaði inn því mati árið 2003. Árið 2012 var málið tekið aftur upp í Hæstarétti og Sigurþór sýknaður af öllum ákærum. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=197556&pageId=2957597&lang=is&q=Vegas Vegasmennirnir bera sakir hvor á annan][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=197627&pageId=2959055&lang=is&q=Vegas Segja ákærðu hafa slegið og sparkað][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=129865&pageId=1887459&lang=is&q=Vegas Annar dæmdur í fangelsi í 2 ár, hinn sýknaður][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=197418&pageId=2954583&lang=is&q=Vegas Ofbeldismenn sem réðust á saklausann mann][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=129504&pageId=1878783&lang=is&q=Vegas Karlmaður lést eftir árás á veitingastað][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=197456&pageId=2955375&lang=is&q=Vegas Engin merki um áverka á heila í læknisvottorði][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=129572&pageId=1880453&lang=is&q=Vegas Læknisvottorð og framburður gefa ekki skýra mynd][https://www.dv.is/frettir/2012/12/10/domsmordid-sigurthori/ Dómsmorðið á Sigurþóri]</ref>
 
* [[1997]] - [[2. október]] - Lárus Ágúst Lárusson (1961-1997) var myrtur í Heiðmörk en hann lést eftir þung höfuðhögg. Tvíburabræðurnir Sigurður Júlíus (1972-2007) og Ólafur Hannes Hálfdánarsynir (1972-) voru dæmdir fyrir morðið, en Ólafur gaf sig sjálfur fram við lögreglu. Talið er að Sigurður hafi lagt á ráðin um að ræna Lárus og keyrðu bræðurnir með hann upp í Heiðmörk í þeim tilgangi. Lárusi tókst að fela sig um stund en fundu bræðurnir hann og er Sigurður sagður hafa slegið hann tvívegis í höfuðið með þungu grjóti. Sigurður var talinn haldinn geðklofa af geðlækni en dómarar dæmdu hann samt sem áður sakhæfann. Ólafur Hannes keyrði yfir Lárus eftir árásina og hlaut '''12''' ára dóm og Sigurður '''16''' ára dóm. Sigurður lést árið 2007 í klefa sínum á Litla-Hrauni sökum lyfjaeitrunar. <ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/370612/ Bræðurnir voru dæmdir í sextán og átta ára fangelsi][https://www.dv.is/frettir/2010/2/20/fangi-numer-316/ Fangi númer 316][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1168214/ Sigurður Júlíus Hálfdánarson][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3054090 Morð í Reykjavík]</ref>
Lína 121 ⟶ 123:
* [[2004]] - [[12. desember]] - Ragnar Björnsson (1949-2004) lést á veitingastaðnum Ásláki í mosfellsbæ aðfararnótt 12. desember 2004. Hafði Ragnar staðið við anddyri veitingastaðarins með konu sinni er maður íklæddur jólasveinabúningi tróðst inn og felldi niður glas sem brotnaði við fætur Ragnars. Ragnar helti sér í kjölfarið yfir manninn, Loft Jens Magnússon (1979-), sem brást illur við og kýldi Ragnar í hálsinn. Við það féll Ragnar á gólfið og rak höfuðið í. Loftur yfirgaf staðinn en vinur hans náði honum og fékk hann með sér til baka. Lífgunartilraunir eiganda veitingastaðarins og síðan sjúkraliða og uppi á Landspítala báru ekki árangur. Slagæð hafði rifnað við höggið sem Loftur veitti Ragnari og blæddi mikið inn á höfuðkúpu Ragnars. Hann lést vegna mikillar blæðingar á milli heila og innri heilahimnu. Loftur var enn á staðnum, og mjög ölvaður, er lögreglan mætti á vettvang og var hann strax handtekinn. Hæstiréttur mat það svo að þó árás Lofts hafi verið hrottaleg og tilefnislaus hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hún gæti leitt Ragnar til dauða. Loftur var dæmdur til '''3''' ára fangelsisvistar fyrir manndrápið. <ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=4553 Ákæruvaldið gegn Lofti Jens Magnússyni][http://www.visir.is/thriggja-ara-fangelsi-fyrir-manndrap-a-aslaki/article/200770531084 Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki]</ref>
 
* [[2005]] - [[15. maí]] - Phong Van Vu lést af völdum innvortis blæðinga í brjóstholi. Phong var stunginn í brjóstkassa og víðar með þeim afleiðingum að hnífurinn gekk inn í bæði lungu og lungnaslagæð og í gegnum þind hans. Phong og maður að nafni Phu Tién Nguyén (1972-) voru í veislu í Kópavogi og höfðu deilt í töluverðann tíma um hvor ætti að sýna hinum meiri virðingu sökum aldurs, en það er hefð í heimalandi þeirra að hinn yngri sýni hinum eldi meiri virðingu. Eftir þrálátar deilur á Phong að hafa veitt Phu höfuðhögg og Phu þá reiðst. Hann greip til hnífs sem hann hafði í vasa sínum og lagði til Phong. Vitni á staðnum sögðu að árásin hafi verið einbeitt og af ásetningi og töldu dómarar framburð Phu um að um sjálfsvörn væri að ræða ótrúverðuga. Phu réðst á Phong og veitti honum áverka á hálsi, handlegg, kvið og brjóstkassa sem leiddi hann til dauða. Vitni sem reyndi að stíga á milli hlaut stungusár við mjöðm af völdum Phu. Það tók töluverð átök að stoppa árás Phu, en þegar það hafði tekist reyndi Phu aftur að ráðast á Phong og leitaði að nýjum vopnum. Dómurum þótti Phu ekki eiga sér neinar málsbætur og var hann dæmdur til '''16''' ára fangelsisvistar af Hæstarétti þann 6. apríl 2006. <ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=3869&leit=t Dómur í máli Phu Tién Nguyén][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1048795/ Sextán ár fyrir manndráp][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=262693&pageId=3683025&lang=is&q=manndr%E1p Sextán ár fyrir manndráp][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=271025&pageId=3868533&lang=is&q=manndr%E1p Fékk sextán ára dóm fyrir hnífstunguárás][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=262366&pageId=3677227&lang=is&q=manndr%E1p Ákærður fyrir að drepa mann með hnífsstungum]</ref>
 
* [[2005]] - [[14. ágúst]] - Hermaðurinn Ashley Turner (1985-2005) fannst látin í kompu nálægt líkamsræktarstöð hermanna á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, en hún hafði verið falin þar. Miklir áverkar voru á líkama Turner en hún hafði einnig hlotið stungusár í hnakka sem talið er að hafi leitt hana til dauða. Herlögreglan handtók Calvin Eugene Hill (1984-) sem var talinn hafa ráðist á Turner á stigagangi í blokk á herstöðinni, en vitni lýstu vettvangi eins og sláturhúsi. Turner var enn á lífi er hún fannst en var úrskurðuð látin þegar komið var með hana á hersjúkrahús á Vellinum. Hill og Turner höfðu átt í deilum en Hill hafði stolið greiðslukorti hennar ásamt öðrum hermanni og tekið út af því miklar fjárhæðir. Hill var enn að bíða niðurstöðu í því máli þegar morðið átti sér stað. Bandaríksir sérfræðingar voru sendir til landsins til að rannsaka vettvang. Blóð úr Turner fannst á skóm Hill og átti hann yfir höfði sér lífstíðar- eða dauðadóm ef hann yrði fundinn sekur. Herinn tók algjörlega við rannsókn málsins eftir að í ljós kom að engir Íslendingar tengdust málinu, og Hill var í kjölfarið fluttur á herstöð bandaríska hersins í Þýskalandi þar sem hann var áfram yfirheyrður. Hann neitaði sök allan tíman og var sýknaður af öllum kærum fyrir herrétti. Kom það varnarliðinu mjög á óvart þar sem allir höfðu talið óvéfengjanlegt að Hill væri morðinginn. Foreldrar Turner voru mjög ósáttir með meðferð málsins og gagnrýndu harðlega hve langann tíma rannsóknin tók. Einnig gagnrýndu þau það að Hill hafi verið leyft að búa í sama stigagangi og Turner þrátt fyrir að hann hafi stolið af henni háum fjárhæðum og hún átt að vitna gegn honum í því máli. Ef engin ný sönnunargögn koma upp sem benda á að einhver annar gæti verið morðingi Turner, eða gefa staðfestingu á sekt Hill, mun engum vera refsað fyrir morðið. Þó flestir telji ótvírætt að Hill sé morðingi Turner, virðist málið vera '''óupplýst'''. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=349692&pageId=5529680&lang=is&q=mor%F0 Vitnið reyndi að komast undan][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=262012&pageId=3671356&lang=is&q=mor%F0 Stungusár var á hnakka][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=270788&pageId=3858845&lang=is&q=MOR%D0 Ung varnarliðskona stungin til bana][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358186&pageId=5728633&lang=is&q=Mor%F0 Bandarískir sérfræðingar komnir][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=272082&pageId=3900500&lang=is&q=Ashley%20Turner Fer fyrir herrétt][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=364371&pageId=5889971&lang=is&q=Ashley%20Turner Valið í kviðdóm fyrir réttarhöld][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=277011&pageId=3957677&lang=is&q=Ashley%20Turner Verjendur segja galla vera á rannsókn][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=271599&pageId=3887323&lang=is&q=Ashley%20Turner Gæti verið dæmdur til dauða fyrir morð][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=277491&pageId=3968742&lang=is&q=Ashley%20Turner Engum refsað fyrir morðið]</ref>
 
* [[2005]] - {{[[20. ágúst]] - Bragi Halldórsson (1985-2005) fannst látinn í íbúð á Hverfisgötu að morgni menningarnætur 2005. Bragi var gestkomandi í íbúðinni en þar bjó vinur hans, Sigurður Freyr Kristmundsson, ásamt hjónum sem áttu íbúðina. Sigurður, Bragi og húsbóndinn sátu og töluðu saman við eldhúsborðið. Sigurður segist hafa gripið 14cm flökunarhníf sem þarna var til þess að leggja áherslu á orð sín, en hann kvaðst ekki muna um hvað var rætt. Sigurður segir að hann og Bragi hafi staðið upp samtímis og hnífurinn í kjölfarið stungist í Braga. Vitni segja hins vegar að Bragi hafi setið kjurr og aðeins Sigurður hafi staðið upp. Einnig sagði finnskur réttarmeinafræðingur að töluverðu afli hefði þurft að beita til að stinga Braga á þennan hátt, en hnífurinn gekk í gegnum rússkinnsjakka Braga, skinn, brjósk, lifur og hjarta. Reynt var að bjarga Braga en honum blæddi út. Sigurður flúði vettvang en snéri fljótt aftur og var þá handtekinn af lögreglu. Í blóði hans fannst bæði amfetamín og kókaín, en Sigurður hafði neytt eiturlyfja marga daga í röð fyrir morðið, sem og drukkið áfengi. Sigurður sagðist aldrei hafa ætlað að skaða Braga og að Bragi hafi verið vinur hans. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurð sakhæfann og til '''14 ára og 6 mánaða''' fangelsisvistar fyrir morðið í febrúar 2006. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3883000 Rak flökunarhníf beint í hjartastað][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067341/ Dæmdur til 14 1/2 árs fangelsisvistar][http://www.visir.is/jatadi-a-sig-mord-vid-hverfisgotu/article/2005508240331 Játaði á sig morð við Hverfisgötu]</ref>
 
* [[2007]] - [[5. júní]] - Haukur Sigurðsson lést eftir mikla áverka sem Ellert Sævarsson (1979-) veitti honum. Ellert játaði á sig morðið en hann var bæði undir áhrifum áfengis og amfetamíns er morðið átti sér stað. Ellert var dæmdur í '''16''' ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness þann 27. september 2010. <ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201000585&Domur=3&type=1&Serial=1 Dómur í máli Ellerts Sævarssonar][http://www.visir.is/sudurnesjamordid--gret-thegar-hann-lysti-mordinu/article/2010348014320 Suðurnesjamorðið]</ref>