„Skírdagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Breytingarágrip mitt er svohljóðandi: Stafsetning danska orðsins skærtorsdag var rangt skv. http://da.wikipedia.org/wiki/Sk%C3%A6rtorsdag
Lína 6:
Lýsingarorðið ''skír'' merkir ''hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus'' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Skírdagur ásamt [[öskudagur|öskudeginum]] var öðrum fremur talinn dagur iðrunar og afturhvarfs.
 
Upphaflega hefur dagur þessi líklega verið nefndur á Íslandi ''skírþórsdagur'' eins og ''skjærtorsdagskærtorsdag'' á [[Danska|dönsku]] og ''Share-thursday'' á [[Enska|ensku]]. Þó finnst ekki nema eitt dæmi um það orð í íslenskum fornritum og er það frá [[14. öld]]. Ástæðan er líklega vegna afnáms dagsheitana Týsdagur, Óðinsdagur og Þórsdagur á [[12. öld]], sem sagt er að [[Jón Ögmundsson]] biskup hafi fyrirskipað.
 
Skírdagur og [[föstudagurinn langi]] eru gjarnan nefndir einu nafni ''bænadagar'' og hefur sú nafngift verið algeng um land allt til skamms tíma. En þessir tveir dagar hafa einnig borið fleiri nöfn þó að þau hafi ekki tíðkast um allt land. Í Þingeyjarsýslum var orðið ''skírdagshelgar'' algengt heiti á þessum helgidögum og aðalheiti þeirra í máli fólks fyrr á tíð.