„Jörundur hundadagakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 31.209.223.67 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
m LanguageTool: typo fix
Lína 6:
Jørgen Jørgensen var sonur konunglegs úrsmiðs í [[Kaupmannahöfn]], sem var mikils metinn maður. Vegna þess að drengurinn var haldinn mótþróa gegn því [[skólanám]]i, sem honum var ætlað, sendi faðir hans hann á sjóinn og kom honum í [[siglingar]] og nám í [[siglingafræði]] á breskum [[kaupskip]]um þegar hann var um 15 ára aldur. Hann var fullnuma fyrir tvítugt. Þá gekk hann í breska flotann og var á nokkrum [[herskip]]um. Eftir það á kaupskipum og [[rannsóknarskip]]um, sem sigldu til [[Ástralía|Ástralíu]]. Hann var á skipinu Lady Nelson, sem fann sundið á milli meginlands Ástralíu og Van Diemens-lands, eins og [[Tasmanía]] hét þá. Síðar varð hann fyrsti stýrimaður á Lady Nelson og flutti skipið fanga frá [[Bretland]]i til Ástralíu. Einnig voru framkvæmdar mælingar við strendur Ástralíu. Eftir þetta varð hann [[skipstjóri]] á [[selveiðiskip]]i og svo [[stýrimaður]] á [[hvalveiðiskip]]i. Þannig þvældist hann um mikinn hluta heimsins til sumarsins [[1806]] er hann kom til [[London]]. Þar tókst honum að komast í kynni við mennta- og vísindafrömuðinn Sir [[Joseph Banks]], sem var góðkunningi konungsins og ráðgjafi hans í vísindalegum málefnum. Vináttu þeirra lauk eftir Íslandsævintýri Jörundar nokkrum árum síðar.
 
Eftir þetta fór hann til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]], sem hann hafði ekki séð síðan á [[unglingsár]]um sínum. Hann fyrirleit [[Danmörk]]u og hélt uppi vörnum fyrir [[England]], sem öðrum Dönum var mjög í nöp við á þessum tíma. Um þessar mundir, árið 1807, gerðu bresk herskip árás á Kaupmannahöfn og hertóku borgina eftir þriggja vikna umsátur. Sex vikum síðar héldu Bretarnir heim. Þá sögðu Danir Englandi stríð á hendur og allir Danir á aldrinum 18 til 50 ára voru gerðir [[Herskylda|herskyldir]] og þar með sat Jørgensen fastur. Sem reyndur sjómaður og [[skipstjórnandi]] var hann skikkaður til að gerast skipstjóri á dönsku herskipi sem hét ''Admiral Juul''. Honum þótti lítið til skipsins koma. Hann fékk skipanir um að sigla til [[Frakkland]]s og sækja herlið. Þess í stað dólaði hann meðframmeð fram ströndum Englands þar til hann var hertekinn. Eftir þetta var hann talinn [[föðurlandssvikari]] í Danmörku og réttdræpur ef hann kæmi þangað. Hann fékk að ganga laus í [[London]] gegn [[heiðursmannsloforð]]i um að strjúka ekki, en aðrir úr áhöfn ''Admiral Juul'' sátu í fangelsi sem [[Stríðsfangi|stríðsfangar]].
 
== Íslandsferðir ==
Átta mánuðum síðar lagði hann í för sína til [[Ísland]]s. Hún var farin í þeim tilgangi að kaupa [[tólg]] eða [[mör]] á Íslandi til [[sápugerð]]ar. Jörundur laug sig inn á sápukaupmanninn [[Samuel Phelps]] og kvaðst hafa sambönd á Íslandi. Hann greindi honum ekki frá því að hann væri stríðsfangi í [[farbann]]i. Skipið ''Clarence'' var tekið á leigu til fararinnar. Jörundur fór með sem [[túlkur (starf)|túlkur]], en fulltrúi Phelps hét Savignac. Þeir sigldu frá [[Liverpool]] í [[desember]] og komu til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] í [[janúar]]. Þar var þeim algjörlega bönnuð öll [[verslun]] við Íslendinga, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir voru allslausir og dönsk sigling hafði ekki borist vegna stríðsins við England. Hélt svo ''Clarence'' til baka án kaupskapar á Íslandi og kom til Englands í [[apríl]].
 
Nú var ráðgerð ný [[ferð]]. Að þessu sinni var Phelps sápukaupmaður með í för og var hann studdur af Sir Joseph Banks og jafnvel af [[flotamálaráðuneyti]]nu og [[verslunarráðuneyti]]nu. Phelps lánaði Jörundi 1000 [[sterlingspund|pund]] til þess að losa hann úr [[skuld]]um, en um leið tókst Jörundi að slá hina og þessa kunningja sína um 360 pund að [[lán]]i, svo að hann var með fullar hendur fjár. Að þessu sinni hét skipið ''Margaret & Anne'' og var látið úr höfn frá [[Gravesend]] snemma laugardags þann [[3. júní]] [[1809]]. Skipið kom til [[Reykjavík]]ur miðvikudaginn [[21. júní]]. [[Trampe greifi]] bannaði alla verslun við þá að viðlagðri [[dauðarefsing]]u, þó svo að breskt [[herskip]] hefði verið í [[Reykjavík]] nokkrum dögum fyrr og lofaði hann skipherra þess að ''Margaret & Anne'' fengi leyfi til verslunar. Af þessum sökum gerðu þeir Jörundur, Phelps og Savignac byltinguna frægu. EnnþáEnn þá var Bretunum ókunnugt um að Jörundur væri [[stríðsfangi]] í [[Bretland]]i og hefði ekki mátt yfirgefa [[London]] á sínum tíma.
 
== Byltingin ==