„.is“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m LanguageTool: typo fix
Lína 1:
'''.is''' er höfuðlén og [[þjóðarlén]] (ccTLD) [[Ísland]]s. Internet á Íslandi hf. ([[ISNIC]]) hefur yfirumsjón með skráningum og rekstri höfuðnafnaþjóna [[lén]]a undir því. Tilurð ISNIC og tilurð Internetsins sem slíks á Íslandi er samofin. Internet á Íslandi hf. (ISNIC) var stofnað 1995 til að halda utan um reksturinn á íslenska hluta Internetsins (ISnet). ISNIC var reist á grunni tveggja félagasamtaka; SURIS (Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) og ICEUUG (Icelandic Unix Users Group) sem höfðu rekið ISnet frá því það var sett á laggirnar 1986. Fyrsta nettengingin var við evrópska EUnet-netið að tilstuðlan starfsmanna Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar. Fyrstu .is-lénin voru hafro.is, hi.is og os.is (Orkustofnun). Fyrstu starfsmenn ISNIC voru Helgi Jónsson, sem einnig var framkvæmdastjóri félagsins til ársins 2007, og Maríus Ólafsson MSc. stærðfræðingur, sem er net- og gæðastjóri ISNIC. ISNIC var fyrsti íslenski aðilinn sem gerðist félagi í RIPE (Samtök netþjónustuaðila í Evrópu) og fékk fyrst íslenskra aðila úthlutað IP-tölu (130.208.0.0/16) og AS-númerinu 1850 (Autonomous System Number). Höfuðlénið .is var skráð hjá [[IANA]] 18. nóvember 1987 og verður því 25 ára undir lok árs 2012. Elsta íslenska lénið er hins vegar hi.is, þar var skráð ári fyrr eða 11. desember 1986.
 
Ekkert stofngjald er á .is-lénum. Árgjald, sem greitt er fyrirframfyrir fram, er <b>kr. 7.982</b> [[ISK]] m. [[virðisaukaskattur|virðisaukaskatti]] er fyrir rekstur og umsjón lénsins í eitt ár í senn.
 
== Tenglar ==