„Búlgaría“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m LanguageTool: typo fix
Lína 32:
|símakóði = 359
}}
'''Lýðveldið Búlgaría''' ([[búlgarska]]: ''България'') er [[land]] í [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]] við strönd [[Svartahaf]]s. Það á [[landamæri]] meðframmeð fram [[Dóná]] að [[Rúmenía|Rúmeníu]] í norðri, [[Tyrkland]]i og [[Grikkland]]i í suðri og [[Lýðveldið Makedónía|Makedóníu]] og [[Serbía|Serbíu]] í vestri. Höfuðborg landsins heitir [[Sófía]].
 
Skipuleg samfélög þróuðust í Búlgaríu á [[Nýsteinöld]]. [[Þrakía|Þrakverjar]] og síðan [[Grikkland hið forna|Grikkir]] og [[Rómaveldi|Rómverjar]] ríktu yfir landinu í [[fornöld]]. [[Búlgarir]] réðust yfir Dóná árið [[670]] og stofnuðu [[Fyrsta búlgarska ríkið]] árið [[681]]. Búlgarir tóku þá upp [[slavnesk mál|slavneskt mál]] íbúa landsins sem þeir lögðu undir sig og á [[9. öldin|9. öld]] varð [[kristni]] að ríkistrú. [[Austrómverska ríkið]] lagði þetta ríki undir sig árið [[1018]]. [[Annað búlgarska ríkið]] var stofnað [[1185]] en [[Tyrkjaveldi]] lagði það undir sig árið [[1393]]. Tyrkir féllust á stofnun sérstaks [[furstadæmi]]s í kjölfar [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] árið [[1878]]. Furstadæmið lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið [[1908]]. Í [[Fyrri heimsstyrjöld]] var Búlgaría í liði með [[Miðveldin|Miðveldunum]] og í [[Síðari heimsstyrjöld]] með [[Öxulveldin|Öxulveldunum]]. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] gerðu innrás í landið [[1944]] og settu þar upp [[leppstjórn]] [[kommúnismi|kommúnista]]. Eftir stríð varð Búlgaría því hluti af [[Austurblokkin]]ni. Eftir [[hrun Járntjaldsins]] [[1989]] var [[flokksræði]] afnumið og ný stjórnarskrá samþykkt árið [[1991]]. Eftir 2001 hefur efnahagslíf landsins blómstrað. Það gerðist aðili að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] árið [[2004]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] árið [[2007]].