„Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:Q201561
m LanguageTool: typo fix
Lína 1:
{{hreingera}}
'''DSM''' stendur fyrir '''Diagnostic and Statistical Manual of mental disorders''', eða '''Handbók um greiningu og upplýsingar geðsjúkdóma'''.
Orðið geðsjúkdómar er í sjálfu sér rangnefni þar sem orðið felur í sér að geð, eða hugur, sé eitthvað sem er aðskilið frá líkamanum, og sé þess vegna ekki efni heldur einhvers konar andlegt. Ef svo væri er m.a. ljóst að sálfræðingar og geðlæknar stæðu frammi fyrir mun stærra vandamáli en þeir í raun gera (þó svo að það sé nægjanlega stórt fyrir). Ef geðsjúkdómar fælu eitthvað andlegt í sér er ljóst að mun erfiðara væri að rannsaka það en raunin er oftast. Auk þess er afskaplega hæpið að andlegur hlutur, sem þá er ekki efni, bregðist við lyfjagjöfum, eins og raunin er með t.a.m. þunglynt fólk. En af hverju er þá talað um andlega sjúkdóma, eða geðsjúkdóma. Ástæðan er einföld, menn hafa ekki náð að leysa vandamálið með hugann. Þrátt fyrir að vandamálið virðist ef til vill augljóst í fyrstu er lausnin langt í frá einföld (allavegana hafa menn ekki ennþáenn þá komið auga á hana). Mýmargir sálfræðingar, heimspekingar, geðlæknar og fólk af fleiri stéttum hefur sett fram kenningar um samband huga og líkama en niðurstaðan er engan vegin ljós. Sálfræðin er þannig eitt síðasta fagið sem ennþáenn þá glímir við drauga tvíhyggjunnar (dualism), þ.e. þá kenningu að hugur og líkami sé ekki eitt og hið sama. Það er því af illri nauðsyn sem hugtakið geðsjúkdómar og önnur líkt og andleg röskun er notuð. Að sjálfsögðu gildir það sama um þessa bók.
 
Í DSM kerfinu er sérhver geðsjúkdómur skilgreindur sem sem klínískt marktæk hegðunar- eða sálfræðilegt sjúkdómsmynstur hjá einstaklingi. Þetta mynstur má jafnframt ekki vera viðbrögð sem búast má við við ákveðnar aðstæður, s.s. við dauða ástvinar heldur verður að víkja frá því sem kalla má eðlilegum viðbrögðum. Þannig verður það að teljast atferlisleg, sálfræðileg eða líkamleg truflun einstaklingsins. Þrátt fyrir að þeir séu skilgreindir út frá því sem víkur frá hinu eðlilega er, jafn mótsagnarkennt og það hljómar, ekki til nein skilgreining á því sem telst vera eðlilegt. Geðsjúkdómar eru ennfremurenn fremur ekki skilgreindir út frá orsök þeirra (enda oft lítið eða ekkert vitað um hana) heldur þeim einkennum sem eru einkennandi fyrir sjúkdóminn. Ef einstaklingur sýnir ákveðin mörg einkenni ákveðins geðsjúkdóms, s.s. þunglyndis, kvíða eða átröskunar er talað um að hann uppfylli greiningarviðmið sjúkdómsins. Í flestum tilfellum eru einkennin hvorki nægjanleg né nauðsynlegt fyrir greiningu. Það merkir að sjaldnast nægi að einstaklingurinn hafi eitt einkenni, hann verður að uppfylla nokkur, og ekki er heldur nauðsynlegt að hann uppfylli eitt ákveðið einkenni, þ.e. ekkert einkennanna er nauðsynlegt til að einstaklingurinn greinist með geðröskunina. Best er að skýra þetta út með dæmi. Greiningarviðmið almennrar kvíðaröskunar eru eftirfarandi:
* Eirðarleysi eða tilfinning um streitu
* Að verða auðveldlega þreyttur
Lína 17:
 
Um miðja 19. öld var fyrst reynt að skilgreina geðsjúkdóma í Bandaríkjunum. Ekki var fyrsta skilgreiningin burðug, en hún takmarkaðist við geðveiki. Undir lok aldarinnar hafði mönnum þó tekist aðeins betur upp þar sem flokkarnir voru orðnir aðeins fleiri, þ.á m. þunglyndi (melancholia), geðhæð (mania), vitfirring (dementia), drykkjusýki (dipsomania) og flogaveiki (epilepsy).
Í upphafi 20. aldarinnar var hins vegar reynt að skilgreina geðsjúkdóma betur í Bandaríkjunum og niðurstaðan voru nokkur flokkunarkerfi geðsjúkdóma, þ.á m. ICD-6 kerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). ICD stóð fyrir Classification of Diseases, eða flokkun sjúkdóma. Árið 1952 kom svo DSM-I kerfið út og byggðist það að miklu leitileyti á ICD-6 kerfinu. Kerfið byggði jafnframt á þeirri hugmynd að geðsjúkdómar væru viðbrögð persónuleikans við líffræðilegum-, félagslegum- og sálfræðilegum þáttum og að skoða þurfti einstaklinginn sem persónu. DSM-I og síðar DSM-II var hins vegar undir þá galla sett að þau innihéldu ekki skýrar skilgreiningar á geðsjúkdómum sem nægðu fyrir klíníska greiningu.
Í byrjun 9. áratugarins kom svo DSM-III kerfið út sem byggðist á víðtækri yfirferð og breytingum á fyrri kerfum. Kerfið hafði m.a. skýr greiningarviðmið og margása kerfi.
Sjö árum síðar kom út endurbætt útgáfa kerfisins, DSM-III-R (r-ið stóð fyrir revision, eða endurskoðun), þar sem bætt hafði verið úr greiningu og öðrum og smávægilegum göllum fyrri kerfisins. DSM-IV kerfið kom svo út árið 1994 og var þar tekið mið af nýjum rannsóknum og kenningum.