„Áráttu-þráhyggjuröskun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 44 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q178190
m LanguageTool: typo fix
Lína 2:
 
== Lýsing á einkennum ==
Áráttu-þráhyggjuröskun felur í sér endurteknar hugsanir, hugmyndir og „huglægar myndir“ (e. mental images) sem valda streitu og óþægindum og „troða“ sér upp á einstaklinginn. Þessar hugsanir og hugmyndir eru kallaðar '''þráhyggjur'''. Þeir sem upplifa þráhyggjurnar gera sér yfirleitt grein fyrir því að þær eru óraunhæfar en geta einfaldlega ekki barist á móti þeim, og það að berjast á móti þeim getur jafnvel gert hlutina ennþáenn þá verri, því að þá eiga þráhyggjurnar það til að koma frekar fram - vegna þess, að það að reyna að hugsa ekki um eitthvað felur í sér að hugsa um það sama. Oft eykur það á alvarleika þráhyggjunnar að hún tengist einhverju sem einstaklingnum finnst skammarlegt, dæmi um það er mjög trúaður einstaklingur sem finnur hjá sér hvöt til að endurtaka blótsyrði.
Afleiðing þráhyggjanna er það sem kallað er '''árátta''', en árátta er hegðun eða hugsun, sem ætlað er að sporna gegn því að þráhyggjurnar verði að veruleika. Sé áráttuhegðunin ekki framkvæmd, veldur það miklum kvíða. Árátta getur snúist upp í "ritual" og finnst viðkomandi þá að hann þurfi að framkvæma áráttuhegðunina í ákveðinn fjölda skipta og á ákveðinn hátt svo ekkert fari úrskeiðis, en annars getur hann þurft að byrja að nýju. Einnig getur þróast fyrirbæri sem lýsir sér þannig að ákveðnar tölur eru „góðar“ og aðrar „slæmar“, verður þá að endurtaka ákveðnar athafnir í ákveðinn fjölda skipta - fjöldinn er jafn einhverri af „góðu“ tölunum.
 
Lína 36:
Áráttu-þráhyggjuröskun er talin vera ættgeng að einhverju leyti.
 
[[Þunglyndi]] og aðrar [[raskanir]] geta ýtt undir þráhyggjur, hvort sem þær hafi verið til staðar eða ekki. Einnig getur þunglyndi og aðrar raskanir orðið til útfráút frá áráttu-þráhyggjuröskun. Mikið álag og/ eða áfall getur sett af stað ferli sem leiðir til áráttu -þráhyggjuröskunar.
 
Þeir sem hafa það sem kalla má fullkomnunarpersónuleika virðast líklegri til að þróa með sér áráttu-þráhyggjuröskun. Þannig einstaklingar eru samviskusamir, hafa miklar áhyggjur af því að víkja frá hinum almennu reglum [[samfélag]]sins og setja sjálfum sér og öðrum miklar kröfur. Það getur verið að í sumum tilfellum hafi þessir einstaklingar ekki náð að uppfylla eigin kröfur og viðmið og að þeir yfirfæri þær því á eitthvað ákveðið. Á hinn bóginn eru ekki nándar allir þeir sem þjást af áráttu fullkomnunarsinnar. Auk þess er líklegra að fullkomnunarsinnar þjáist af þunglyndi en áráttu. <!-- (Hvað er að vera fullkomnunarsinni? Er það nokkur skýring?) -->