„Brynjúlfur Jónsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
Lína 5:
Brynjúlfur var frá [[Minni-Núpur|Minna-Núpi]] í [[Gnúpverjahreppur|Gnúpverjahreppi]], [[Árnessýsla|Árnessýslu]], sonur hjónanna Jóns Brynjúlfssonar og Margrétar Jónsdóttur. Hann var elstur af sjö systkinum og ólst upp í fátækt. Brynjúlfur naut engrar skólagöngu fyrir utan að þegar hann var 17 ára var hann í hálfan mánuð hjá presti til að læra grunn í dönsku, reikningi og skrift<ref>{{bókaheimild|höfundur=Valdimar Briem|titill=Æfisaga Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1915|ár=1916|útgefandi=Ísafoldarprentsmiðja|bls=2}}</ref>. Sama ár fór hann á vetrar[[vertíð]] og var við útróðra á vetrum til þrítugs þrátt fyrir bága heilsu. Á vorin reri hann í Reykjavík og komst þar í kynni við ýmsa menntamenn sem útveguðu honum bækur, svo að hann gat lært dönsku og lesið sér til um málfræði, náttúrusögu, landafræði og margt annað sem hann hafði áhuga á.
 
Um þrítugt veiktist Brynjúlfur illahafði enalla sjálfurtíð kenndiverið hannheilsulítill falli af hestbakien um enþrítugt hannveiktist hafði alla tíð verið heilsulítill ogilla með tímanum þurfti hann að hætta allri erfiðisvinnu. Sjálfur kenndi hann um falli af hestbaki. Veikindin sjálf sá hann sem lán í óláni; þar sem hann mátti ekki stunda erfiðisvinnu fékk hann meiri tíma til að mennta sig eins og hann sagði sjálfur í ævisögu sinni:
„Þá er veikindi mín voru að byrja og lengi síðan, áleit ég þau hina mestu ógæfu; en svo hefir guðleg forsjón hagað til, að þau urðu upphaf minna betri daga.“<ref>{{bókaheimild|höfundur=Brynjúlfur Jónsson|titill=Æfisaga mín í tímaritinu Skírni|ár=1914|bls=408}}</ref>
Þegar Brynjúlfi batnaði hóf hann að kenna börnum á veturna til þess að sjá fyrir sér og fékk síðar launað starf hjá Fornleifafélaginu, en [[Sigurður Guðmundsson (málari)|Sigurður Guðmundsson]] málari hafði vakið áhuga hans á fornleifum. Um leið hélt hann stöðugt áfram að lesa sér til og fræðast og tókst að verða vel læs á sænsku, þýsku og ensku auk dönskunnar.