„Davíð Oddsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eantonsson (spjall | framlög)
Eantonsson (spjall | framlög)
Lína 84:
 
== Áhrif og umsagnir ==
Í skoðanakönnunum, á meðan Davíð Oddsson gegndi forystuhlutverki í stjórnmálum, [[1991]]-[[2005]], var hann oft talinn með vinsælustu stjórnmálamönnunum, en einnig oft með þeim óvinsælustu á sama tíma.<ref>{{vefheimild|titill=Davíð vinsælasti og óvinsælasti stjórnmálamaðurinn samkvæmt skoðanakönnun|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/1999/09/15/david_vinsaelasti_og_ovinsaelasti_stjornmalamadurin/|publisher=Morgunblaðið|mánuðurskoðað=3. apríl|árskoðað=2014}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Steingrímur er aftur á toppi vinsælarlistans - en Davíð rer áfram óvinsælasti stjórnmálamaðurinn|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2597009|publisher=DV|mánuðurskoðað=3. apríl|árskoðað=2014}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Enginn skákar Davíð|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2989567|publisher=DV|mánuðurskoðað=3. apríl|árskoðað=2014}}</ref> Hann naut óskoraðs trausts flokkssystkina sinna og var á landsfundum jafnan kjörinn formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] með nær öllum greiddum atkvæðum. Í stjórnartíð hans gerbreyttist atvinnulífið, varð miklu frjálsara og opnara en áður, þótt auðvitað séu til ýmsar skýringar á því aðrar en frumkvæði Davíðs eins, til dæmis svipuð þróun víða um heim og aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
 
Af stuðningsmönnum sínum hefur hann verið hann kallaður hugrakkur, röggsamur og skörulegur, skjótur til ákvarðana og hiklaus að segja álit sitt, hvort sem öðrum líkaði betur eða verr. Gagnrýnendur segja hann hinsvegar vera ráðríkan, reiðigjarnan og langrækinn, og hefði það komið fram í deilum hans við [[Jón Ólafsson (athafnamaður)|Jón Ólafsson]] og Baugsfeðga. [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur birti [[21. janúar]] [[2003]] grein um „bláu höndina“ í [[Morgunblaðið|''Morgunblaðinu'']], þar sem hann lét að því liggja, að Davíð ætti einhvern þátt, hugsanlega óbeinan, í lögreglurannsókn á [[Baugur Group|Baugi]], sem hafði hafist nokkrum mánuðum áður. Algeng gagnrýni á hann er að á valdatíma hans hafi tekjuskipting orðið ójafnari, ekki væri skeytt um lítilmagnann og allt mælt á vogarskálum arðsemi.