Munur á milli breytinga „Konfúsíus“

ekkert breytingarágrip
m (Vélmenni: zh-yue:孔子 er úrvalsgrein; útlitsbreytingar)
'''Konfúsíus''' (kínv. ''Kongzi'' 孔子) ([[551 f.Kr.]] – [[479 f.Kr.]]) var [[Kína|kínverskur]] [[heimspeki]]ngur sem hafði gífurleg áhrif á [[menning]]u Kína og nágrannalanda. Hann bjó í Lu-ríki á austurströnd Kína sem nú er Shandong-hérað. Á tíma Konfúsíusar tók að bera á alvarlegum brestum í Zhou-keisaraveldinu sem hafði verið við lýði síðan á 11. öld f.Kr. Valdabarátta upphófst á milli fursta og hertoga smærri svæða innan ríkisins og upplausn keisaraveldisins blasti við. Konfúsíus hafði miklar áhyggjur af þessari þróun. Einkum óttaðist hann að allsherjar siðrof myndi eiga sér stað á meðal almennings sem gæti leitt til borgarastyrjaldar, ofbeldis og ógnarstjórna. Segja má að heimspeki hans sé tilraun til að stemma stigu við slíkri þróun.
 
Konfúsíus var hefðarsinni. Hann leit svo á að samfélaginu væri best farið að treysta í sessi þá siði og þær venjur sem höfðu ríkt á blómaskeiði Zhou-veldisins um þremur öldum áður. Í seinni tíð hefur þetta oft verið skilið sem svo að Konfúsíus hafi verið afturhaldssinni sem vildi einfaldlega snúa aftur til fortíðar. Deila má um hvort að þetta sé sanngjarnt mat á heimspeki hans. Í ''Samræðum Konfúsíusar'' (kínv. ''Lunyu'' 论语), sem er samansafn tilvitnana í Konfúsíus og frásagna af honum sem skráð hafa verið af lærisveinum hans, gefur hann oftsinnis til kynna að siði og venjur verði að laga að aðstæðum. Þessi þáttur er settur fram með enn skýrari hætti af þekktasta eftirmanni Konfúsíusar, Mensíusi. Stöðugt streymi tímans og stöðugar breytingar eru grundvallarforsendur í hugsun konfúsista. Áhersla er því á þróun og framvindu. Hins vegar er leitast við að finna stöðugleika með því að byggja á traustum grundvelli. Þannig segir Konfúsíus að sá geti talist vitur sem færi fram hið nýja með því að rýna í hið forna.
1.824

breytingar