„Pýþagóras“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Werddemer (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Werddemer (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
'''Pýþagóras''' frá [[Samos]] (d. um 500 f.Kr.) var [[Grikkland hið forna|forngrískur]] [[stærðfræði]]ngur og [[heimspeki]]ngur sem var uppi um [[570 f.Kr.]] til 497 f.Kr. Hann er talinn einna fyrstur til að líta á stærðfræði sem sjálfstæða fræðigrein, en ekki bara safn af nytsamlegum formúlum. Er ásamt [[Evklíð]] [[frægir stærðfræðingar|frægasti stærðfræðingur]] [[fornöld|fornaldar]].
 
Einhvern tímann í kringum árið [[530 f.Kr]] setti hann á laggirnar trúarlega reglu í borginni [[Kroton]] á Suður-Ítalíu sem hafði [[tónlist]] og [[stærðfræði]] í hávegum. Einstaklingar innan þessarar reglu (oft kallaðir pýþagóringar) töldu að [[tölur]] væru grundvöllur [[alheimurinn|alheimsins]] og byggist hann því upp á samræmi þeirra og [[hlutfall|hlutföllum]].
 
Hugmyndir Pýþagórasar höfðu mikil áhrif á gríska heimspekinga, m.a. [[Platon]].
 
[[Pýþagórasarreglan|Regla Pýþagórasar]] er þó að öllum líkindum ekki frá honum komin þar sem vitað er að [[Babýlon|Babýlóníumenn]] þekktu hana um [[1800 f.Kr]].
 
Trúarleg regla Pýþagórasar var mjög stór í sniðum og er vitað að konur fengu ekki inngöngu í regluna. Allir reglubræður voru bundnir þagnareiði og því er talið að mikið af heimspeki sem tileinkuð er Pýþagórasi komi ekki endilega frá honum sjálfum heldur úr þessari trúarreglu sem stóð lengur en hann lifði.