Munur á milli breytinga „Grindavík“

550 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
ekkert breytingarágrip
Vefsíða=http://www.grindavik.is|
}}
'''GrindavíkurbærGrindavík''' er bær og sveitarfélag á [[suður|sunnanverðum]] [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. [[Sjávarútvegur]] er aðal[[atvinnugrein]]in og meðal stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin eru Þorbjörn, Vísir og Stakkavík. Í auðlinda- og menningarhúsinu Kvikunni eru sýningarnar Saltfisksetur, saga saltfiskvinnslu á Íslandi, og Jarðorka, sýning um [[jarðhiti|jarðhita]], [[eldvirkni]] og [[jarðskjálfti|jarðskjálfta]].
 
Land Grindavíkur nær frá [[Reykjanes]]tá og [[austur]] að [[landamæri|sýslumörkum]] [[Árnessýsla|Árnessýslu]]. [[Krýsuvík]], sem er innan marka sveitarfélagsins, tilheyrir [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]. Þann 20. febrúar 1941 seldi ríkissjóður Hafnarfjarðarkaupstað hluta af landi jarðarinnar KrísuvíkurKrýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar (Krísuvíkurtorfunni).
 
== Saga ==
Samfelld byggð hefur verið í Grindavík frá landnámi. Samkvæmt [[Landnáma|Landnámu]] var Grindavík numin af þeim [[Molda-Gnúpur Hrólfsson|Molda-Gnúpi Hrólfssyni]] sem settist að í Grindavík og [[Þórir haustmyrkri Vígbjóðsson|Þóri haustmyrkri Vígbjóðssyni]] sem nam [[Selvogur|Selvog]] og Krýsuvík, stuttu fyrir árið 934.<ref>[http://www.grindavik.is/gogn/2012/adalskipulag/2012_04_03_Greinarger_ASK_Grindavik_2010-2030_minnkad.pdf Aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030], bls 16</ref>
 
Náttúrufræðingurinn [[Bjarni Sæmundsson]] fæddist og ólst upp í Grindavík. Þar er einnig fæddur [[Guðbergur Bergsson]] [[rithöfundur]]. Þá bjó héraðslæknirinn og tónskáldið [[Sigvaldi Kaldalóns]] í Grindavík.
 
Í Grindavík hefur lengi verið starfrækt öflugt björgunar- og slysavarnastarf en þar er Björgunarsveitin Þorbjörn. Þá var frumkvöðull slysavarna á Íslandi, síra Oddur V. Gíslason, prestur á Stað í Grindavík á árunum 1878-1894, en samhliða preststörfum þar réri hann til fiskjar og hóf þá mikla baráttu fyrir öryggismálum sjómanna. Björgunarskip Grindvíkinga er nefnt eftir Oddi V. Gíslasyni.
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Tenglar ==
{{Sveitarfélög Íslands}}
{{SSS}}
 
 
[[Flokkur:Grindavík| ]]
Óskráður notandi