„Ungverjaland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 78:
== Saga ==
=== Landnám ===
Ungverjar eiga uppruna sinn á sléttunni vestast í [[Síbería|Síberíu]], rétt austan [[Úralfjöll|Úralfjalla]]. Þeir kölluðust þá úgríar og eru indóevrópskur mannflokkur. Á öldunum f.Kr. flutti sig hluti þessa fólks til vesturs, þar sem hann komst í snertingu við aðra mannflokka, s.s. skýþa. Á þessum tíma samanstóðu Ungverjar enn af sjö eða átta ættbálkum. Þeir sameinuðust við norðanvert [[Svartahaf]] á öldunum e.Kr. Seint á 9. öld, nánar tiltekið 895-896, fluttu Ungverjar sig enn vestar og settust að á sléttunni miklu sem í dag kallast Ungverska sléttan. Áður hafði sléttan tilheyrt [[Rómaveldi]], síðan [[Germanir|germönum]] og loks [[Húnar|húnum]]. Eftir að húnar voru sigraðir myndaðist nokkurt tómarými á sléttunni, þrátt fyrir að ýmsir slavar settust þar að. Það var því ekki mikið tiltökumál fyrir Ungverja að setjast að á sléttunni og svæðunum þar í kring. Landnámið gekk hratt fyrir sig, en Ungverjar settust að á landsvæði sem í dag ná langt inn í Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu og Króatíu. Ekki var um frekara landnám til vesturs að ræða, því í Austurríki var germanskt landnám í fullum gangi. Þar bjuggu bæjarar og frankar.
 
=== Ránsferðir ===