„Voynich-handritið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LokiClock (spjall | framlög)
LokiClock (spjall | framlög)
Lína 163:
 
=== Óþekkt náttúrlegt mál ===
Málvísindamaðurinn [[Jacques Guy]] lagði það til að Voynich handritið gæti verið á einhverju óþekktu náttúrlegu tungumáli, skrifað án dulkóðunnar í einhverju uppfundnu ritkerfi. Orðauppbyggingin er vissulega lík þeirri sem er mörg tungumálum austur- og [[asía|miðasíu]], þá sérstaklega [[Sínó-tíbesk tungumál|Sínó-Tíbetísk mál]] ([[kínverska]], [[tíbetíska]] og [[búrmíska]]), [[Austurasíumál]] ([[Víetnamska|vítetnamíska]], [[kambódíska]], o.s.frv.) og hugsanlega [[Tai mál]] ([[taílenska]], [[laoska]], o.s.frv.). Í mörgum þessara mála hafa „orðin“ aðeins eitt atkvæði, og atkvæðin eru afar fjölbreytt, til dæmis hafa þau mismunandi tónun.
 
Þessi kenning hefur töluverðan sögulegan trúverðugleika. Þó svo að þessi tungumál höfðu að öllu jöfnu sín eigin ritkerfi voru þau oft óhugnanlega flókin fyrir vesturlandabúa, sem varð til þess að mörg atkvæðaritkerfi voru fundin upp, flest öll með latnesku letri, en stundum með uppfundnum stafrófum. Þó svo að þekktu dæmin eru mun yngri en Voynich handritið eru sögulega þekktir hundraðir landkönnuða og trúboða sem gætu hafa gert það - jafnvel fyrir för [[Marco Polo]] á þrettándu öld, en sérstaklega eftir að [[Vasco da Gama]] fann sjóleiðina að austurlöndum árið [[1499]]. Höfundur Voynich handritsins gæti jafnframt verið austurasískur en búsettur í Evrópu, eða menntaður í evrópsku trúboði.